Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 205 svið og kæmi mönnum að gagni við lausn hinna óskyldustu viðfangsefna. Að því er ég bezt veit, hefur þessi skoðun lítt staðizt próf. Og telja fræðimenn um þessi efni hana hjátrú að minnsta kosti að langmestu leyti. Ef við lítum á þróun gagnfræðaskólanna frá 1880 til vorra daga, verðum við þess vísari, að breytingin á náms- efninu er ekki ýkjamikil. Hinar sömu fræðigreinar eru kenndar, og sízt hefur dregið úr hinu harðsótta málfræði- námi. Og kennsluaðferðirnar eru ekki heldur stórum breyttar, enn er sett fyrir sín ögnin af hverju dag hvern og enn fara kennslustundirnar að miklu leyti í yfirheyrsl- ur, og markmiðið er að geta munað nógu margt og mikið, þegar til prófs kemur. Þó hefur orðið gjörbreyting á hlut- verki skólanna einkum hin síðari ár. Á fyrstu áratugun- um, jafnvel fyrstu hálfa öldina, sóttu þá að mestu leyti nem- endur, sem voru tiltölulega vel færir til að stunda það nám, sem þar var iðkað. Og er þó ekki með því sagt, að námstil- högun hafi verið alls kostar skynsamleg eða æskileg jafn- vel fyrir þá nemendur. Skoðun mín er sú, að því hafi farið talsvert fjarri. En það gekk stórslysalítið að koma fólk- inu gegnum skólana. Það náði prófum, og það glataði ekki trú á sjálft sig, og kennurunum fannst þeir sjá nokkurn ávöxt iðju sinnar. Og vitanlega lærðu nemendur margt sér til gagns, og þeir höfðu lifað í félagsskap jafnaldra, eignazt þar vini og átt ánægjustundir, sem þeim hefði vart getað veitzt að öðrum kosti. Meðan svo gekk til, og svo gengur það enn til víða, varð ekki vart djúptækrar óánægj u. En hin síðari ár, þegar efnahagur almennings tók að vænkast, fóru ný vandamál að gera vart við sig. Nú fór að sækja skólana miklu f jölmennari sveit nemenda, sem komst ekki slysalaust um þær torfærur, sem skólarnir lögðu í götu þeirra. Við þessum vanda hefur verið misjafnlega brugðizt í ýmsum skólum. Ekki mun óalgengt, að þessir nemendur hafi þraukað af einn fimbulvetur, fallið á prófi og horfið

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.