Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 215 ar þessara námsbóka eru orðnar svo sjaldgæfar, að ekki er vitað um nema örfá eintök, sem vitanlega liggja ekki á lausu. Stafrófskverin er einna erfiðast að fá. Þeim hefur flestum verið slitið upp til agna. Fræðslumálaskrifstofan og S. I. B. þurfa að leggjast á eitt um að safna því, sem enn kann að vera til af gömlum námsbókum í landinu. Ef kennarar vildu sýna áhuga á málinu og leggja sig fram, ætti að vera hægt að smala nokkurn veginn sauðlaust. Er þá fyrst að vita, hvers er að leita. I því skyni hef ég tekið saman lista yfir eldri kennslu- bækur, sem mér er kunnugt um. Mjög oft á það sér stað, að titilblöð vantar á gamlar bæk- ur, þó þær séu sæmilega heilar að öðru leyti. Má þá oft sjá, um hvaða bók er að ræða, með því að athuga blaðsíðu- fjölda bókarinnar og hef ég því látið hann fylgja, þar sem mér er kunnugt um hann. Ekki má slá hendi við neinu, jafnvel þó ekki séu nema nokkur blöð úr gamalli bók. Það getur verið hægt að nota þau til að fylla upp í eyðu í aðra bók sömu tegundar. Fræðslumálastjóri og aðrir, sem ég hef átt tal við og telja má, að málið sé skylt, hafa látið í ljósi áhuga og lofað fylgi. Treysti ég því, að kennarastéttin öll sýni máli þessu fullan skilning og ljái lið, svo takast megi að koma upp safni þeirra námsbóka, sem gefnar hafa verið út á íslenzku frá upphafi og fram á þennan dag. Þetta er fremur hirðu- semi og fyrirhöfn heldur en kostnaður og mun verða metið og þakkað af óbornum. Fræðslumálaskrifstofan mun taka þakksamlega við því, sem henni kann að berast af þessum gömlu bókum. Reikningsbækur. 1. Edward Hatton: Lijted agrip Vmm þaer Fioorar Species I Reikn- ings Konstenne, Þa undan eru geinginn Numeratio edur Talann. ]. Additio edur Tillags Talann. 2. Subtractio edur afdraatar Talann. 3. Muliplicatio Margfjþlgande Tala. 4. Divisio Skipta edur Sundurdeilinga Talann. Flanda bændum og Börnum ad

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.