Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 22
220 MENNTAMÁL Við kynntumst á skólaárunum. Um skeið var hann á heimili foreldra minna. Á heimilinu þótti öllum vænt um hann. Hann var ekki mannblendinn, en vinum sínum eink- ar hlýr og góður. Hann var stórgáfaður maður og las öll kynstrin af bókum, en leit varla í skólabækurnar. Hann var harður í kappræðum, ávallt reiðubúinn til að taka svari lítilmagnans, en barði á stórbokka- og hégómaskap. Hann var skapstór og andstæðingum sínum óvægur alla tíð. Ef menn leituðu til séra Hermanns og sögðu honum vandræði sín, var hann ráðhollur og traustur og sýndi þá stundum drengskap á svo fagran hátt, að aldrei gleymist. Séra Hermann fór alltaf nokkuð sínar eigin götur. Hann var eiginlega einnig sérstæður prestur. En margur mun það mæla vilja, að hann hafi verið góður prestur. Hann þótti afburða snjall prédikari. Tónað gat hann ekki. En ræður hans bættu það upp. Á þeim var sterkur, sígildur stíll. Kirkjur hans voru fullar af fólki, er hann boðaði messu. Hann var sterkur trúmaður, en dulur. Alla tíð hafði hann yndi af að lesa og var orðinn margfróður, ekki sízt um íslenzkt mál og sögu og íslenzka ljóðagerð.“ Vangá. í greininni um mót Sambands norðlen/.kra kennara í síðasta hefti Menntamála léll niður að geta þess, að Sigurður Gunnarsson skóla- stjóri flutti þar erindi um vinnubókagerð.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.