Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 28
226 MENNTAMAL framt kennslunni unnið feiknmikil störf í félagsmálum m. a. fyrir góðtemplararegluna, Sósíalistaflokkinn t. d. átt sæti í miðstjórn hans lengi, verið bæjarfulltrúi fyrir hann og fræðsluráðsmaður, svo að fátt eitt sé talið. Þá hefur hann fengizt allmikið við málefni síldarútvegsins. f samtökum kennara hefur hann og tekið virkan þátt, var t. d. formaður stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1936—1938 og formaður byggingarsamvinnufélags kenn- ara í Reykjavík frá stoínun þess félags. Steinþór kvæntist 1917 Ingibjörgu Benediktsdóttur, Sig- mundssonar bónda á Bergsstöðum í Hallárdal. Eiga þau fjögur börn uppkomin. Á. H. Fræðslumálastjóri og fræðslufulltrúi Reykjavíkur sátu fund fræðslumálastjóra Norðurlanda, sem haldinn var í Gauta- Ijorg í okt. s. I. Hefur fræðslumálastjóri haft góð orð um það að skýra leséndum Menntamála frá fundi þessum, þegar honum hafi borizt samþykktir hans. Verður það væntanlega í næsta hefti. Leiðrétting. Þau lciðu rriistök urðu frá prentsmiðjunnar hálfu, er gengið var frá síðasta hefti Menntamála, að ekki var alls kostar rétt skýrt frá útgef- anda og útgáfustjórn. Þar átti að standa: Utgefandi: Samband fslenzkra barnakennara og Landssamband framhaldsskólakennara. Útgáfu- stjórn: Ármann Halldórsson ritstj., Helgi Þorláksson og Jón Krist- geirsson. Afgreiðslumaður: Þórður J Pálsson. Enn fremur gleymdist að prenta kort, sem átti að fylgja grein Björns Guðfinnssonar prófess- ors. Þessi mistök eru þess eðlis, að úr þeim er ekki hægt að bæta, eftir að þau eru orðin. Getur prentsmiðjan |)ví ekki annað gert en harmað, að þau skyldu koma fyrir, og beðið þá, sem hlut eiga að máli, fyllstu velvirðingar. Virðingarfyflst Prentsmiðjan ODDI h. f. llaldur Eyþórsson.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.