Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 36
MENNTAMÁL
MERKAR 1SLEN2:KAR BÆKUR
ÖLDIN OKKAR.
Mbmisverð tiðindi 1901-1930.
Bók þessi er einskonar „þverskurður" af innlendum fréttum í
30 ár. Hún er „sett upp" eins og dagblað og allar frásagnir í
fréttaformi. Bókin túlkar viðhorf samtímans til manna og mál-
efna og er því réttnefndur aldarspegill. í bókinni eru mörg
hundrnð myndir. — Á næsta ári kemur væntanlega út framhald
verksins, sem tekur yfir árin 1931-1950. Ritverk þetta á enga hlið-
stæðu í íslenzkri bókagerð. Enginn hugsandi maður getur neitað
sér um að eiga þetta einstæða heimildarrit unt tuttugustu öld —
öldina okkar, sem við lifum á.
ÚR FYLGSNUM FYRRI ALDAR.
Út er kominn fyrri hluti hins niikla og merkilega ævisagnarits,
sem sr. Friðrik Eggerz, prestur í Skarðsþingum, lét eftir sig í
liandriti. Ritverk þetta geymir mikinn og margvíslegan fróðleik,
ekki aðeins um persónusögu heldur einnig um aldarfar, þjóðlíf
og Jjjóðhætti liðinnar aldar. Það er forkunnarvel ritað og sýnir
gerla, að höfundur þess hefur verið ótvíræðuin rithöfundarhæfi-
leikum gæddur. Sr. Jón Guðnason annast útgáfu verksins.
DRAUMSPAKIR ÍSLENDINGAR.
í riti þessu hefur Oscar Clausen rithöfundur safnað sainan frá-
sögnum um hartnær Jirjátíu draumspaka Islendinga, karla og
konur lífs og liðna. Þetta er fróðleg bók og skemmtileg og á sam-
stöðu í bókahillunni með Skyggnum íslendingum eftir sama
höfund.
BRIM OG BOÐAR.
Frásagnir af sjólirakningum og svaðilförum við strendur íslands.
Sígild bók um líf og starf íslenzkra sjómanna. Hinar látlausu
og stílföstu frásagnir bókarinnar hljóta að snerta hvern cinasta
lesanda djúpt. — Komin út i nýrri úlgáfu.
IÐUNNARÚTGÁFAN
Pósthólf 561 . Reykjavík . Sími 2923.
PREKTSMIÐJAN ODDI H. F.