Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 32
238
MENNTAMÁL
b. „Farþegar til Vestmannaeyja, takið eltir,“ sagði rödd
í hátalaranum, „því miður er orðið óiært til Vest-
mannaeyja."
Hér er ímyndunarafli nemenda markaður þrengri bás
en í verkefnum A og B, en kröfur til aga í hugsun ef til
vill meiri, því að möguleikar til eðlilegrar efnisrakningar
eru hér færri. Vert er að taka eftir, að lengd efnisgreina er
í öllum tilvikum bundin við um 100 orð. Slíkt aðhald ætti
að stuðla að því, að nemendur haldi sig við efnið, auk þess
sem mjög langar efnisgreinar eiga sjaldan rétt á sér.
Ég nefndi áðan, að markvísar æfingar í samningu efnis-
greina væru mikilvægur undirbúningur < ginlegrar rit-
gerðasmíðar. Tvær tegundir ritsmíða vil ég > nn nefna sem
mikilvæga áfanga á þeirri leið á gagnfræðastigi, en það er
útdrdttur og endursögn. Mun ég nú víkja að hvoru um sig
nokkrum orðum.
í Orðabók Menningarsjóðs er orðið útdrdttur í þeirri
merkingu, sem hér um ræðir, látið jafngilda orðunum dgrip,
yfirlit. Eru orðin þó ólíkt hugsuð, þar sem bæði „ágrip“ og
„yfirlit“ virðast fremur styðjast við lauslegt mat, en „út-
dráttur“ lýtur að kjarnanum. Til þess að geta gert góð-
an útdrátt úr bók, sögu, grein, frétt o. s. frv., er fyrst
og fremst nauðsynlegt að kunna að gera upp á milli aðal-
atriða og aukaatriða, greina kjarnann frá hisminu. Það
reynir því mjög á dómgreind og þroskar dómgreind nem-
enda, að þeir geri litdrætti. Einnig þroskar það leshæfni
þeirra og stílvitund.
Lengd útdráttar er almennt talin hæfileg þriðjungur af
lengd frumtexta. Útdráttur er samþjöppun veigamestu efnis-
atriða hans í stílfasta heild. Sex reglnr ber einkum að virða
við samningu éitdráttar:
1. Lestu vandlega frumtexta þann, er þú tekur til með-
ferðar, tvisvar eða þrisvar sinnum eða þar til þú veizt
öruggiega um hvað hann fjallar.
2. Skiptu frumtextanum í eðlilega efnishluta.