Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 62
268
MENNTAMAL
bæði í september og febrúar. Þau koma þá inn rúmlega
20 talsins í hópi. Þessi hópur nýtur ávallt kennslu ásamt
öðrum jafnstórum hópi: Fyrsta misserið er hann með hópi,
sem byrjaði í skólanum 6 mánuðum fyrr, annað misserið
er hann með hópi, sem er að hefja sitt skólanám, 6 mán-
uðum á eftir þeim sjálfum. Hver bekkur samanstendur
alltaf af tveim hópurn nemenda, þ. e. a. s. 40 nemendum,
þar sem annar helmingurinn er alltaf 6 mánuðum á undan
(eða eftir) hinum. Þetta kerfi skapar minni bekkjartilfinn-
ingu en við eigum að venjast og bekkjartakmörkin eru
sveigjanlegri, þannig að barnið getur flutzt upp eða niður
um hálft ár án þess að eftir verði tekið.
í kennslustofunni er ekki kennaraborð í hefðbundnum
stíl. Kennarinn Iiefur borð, sem hægt er að flytja til og frá,
og börnin hafa líka auðfæranleg borð og stóla. Kennslan
fer næstum alltaf fram í hópum, oftast fjórum. Hver hópur
fær sitt afmarkaða verkefni, og meðan þrír þeirra vinna
hver að sínu verkefni, hnappast hinn fjórði umhverfis kenn-
arann: það er hópurinn, sem kennt er. Þegar þeirra tími
er liðinn, kemur röðin að næsta l'lokki, en sá fyrri tekur til
við það verkefni, sem hann hvarf frá, á sínum samastað.
Jafnframt kennslunni fylgist kennarinn með hinum %
hlutum bekkjarins, en að mestu verða þeir þó að vinna
sjálfstætt. Þau eru örvuð til að hjálpa hvert öðru og gagn-
rýna hvert annað, en hver einstaklingur vinnur með sínum
eðlilega hraða og á sinn persónulega hátt. Áður en skóla-
tíma lýkur, verða allir að hafa lokið skylduverkefnum dags-
ins. Að því loknu geta þeir sinnt því, sem þeir hafa löng-
un til.
Nemendur tilheyra ekki sama hópnum í öllum greinum.
Sá sem er í hópi Maríu í reikningi getur verið í hópi Rík-
harðar í lestri og í Önnu hópi í skrift. Hóparnir eru ekki
fastmótaðir til lengri tíma, börnin flytjast til, eftir því
sem þau taka framförum og henta þykir. Enginn hópur er
álitinn betri eða lakari en annar. Þurfi nemandi á auka-