Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 38
244
MENNTAMÁL
málsgreinar, nema atburðarásin, sem á eftir fer, krefjist
þess.
„Einu sinni bjó bóndi einn ungur austur undir Eyja-
fjöllum. Hann var ákafamaður og starfsamur. Þar var sauð-
ganga góð er hann var og átti bóndi sauðfé mikið. Hann
var þá nýkvæntur, er þessi saga gjörðist. Kona hans var ung,
en duglaus og dáðlaus. Nennti hún ekkert að gjöra og skipti
sér h'tið af búinu. Þetta líkaði bónda mjög illa, en gat þó
ei að gjört. Um haustið fékk hann henni ull mikla og bað
hana nú að vinna hana til voðmála, en konan tók ekki líf-
lega undir það. Leið svo fram á veturinn að konan tók
ekki á ullinni og ámálgaði þó bóndi það oft.“
Þannig hefst sagan um hana Gilitrutt; hér eru persónur
kynntar til sögunnar og fáeinar almennar athugasemdir
látnar fylgja, sem nauðsynlegar eru til skilnings á því, sem
á eftir fer.
Annar þáttur frásagnar er í því fólginn að skapa síaukna
spennu, sem nái hámarki í þriðja hluta. Spenna fæst með
því að segja þannig frá, að hvert nýtt atriði auki áhugann
á því, sem í vændum er. í öðrum hluta á og heima obbinn
af þeim lýsingaratriðum, er nauðsynleg kunna að vera til
að gefa frásögninni hæfilegan veruleikablæ, jafnvel þótt
hún sé að öllu leyti skáldskapur. Spennukafli frásagnar er
yfirleitt sá hluti hennar, sem lengstur er og vandritaðastur.
í þjóðsögunni um Gilitrutt er spennan sköpuð með rök-
réttri nðurröðun einstakra frásagnaratriða og markvísum
lýsingarorðum. Kerling ein Jieldur stórskorin kemur til kon-
unnar; þær gera með sér þann samning, að kerling tekur
að sér að vinna ull til vaðmála fyrir Jjóndakonu, er segi
lienni í staðinn nafn hennar að verklokum. Kerling snarar
sekknum á bak sér og er liann þó sagður „ákaflega mikill“,
og gefur það til kynna ásamt lýsingarorðinu „stórskorin“
og svo hinum einkennilega og ískyggilega samningi, að ekki
sé allt með felldu, og muni kerling vera tröll, enda skilur
bóndi það strax, þegar kona hans trúir honum fyrir sívax-