Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 71
MENNTAMÁL
277
línis til þess, að nýir höfundar koma frarn og brjóta sér
margir merka braut á þessu sviði.
Síðara atriðið itefur einnig margþætt gildi og þykir sjálf-
sögð framkvæmd meðal þjóða, sem hafa vakandi skilning
og ábyrgðartilfinningu í þessum efnum. Ætti hverjum hugs-
andi manni að vera harla ljóst, hvílíkt hagræði það er fyrir
þá, sem ætla að velja góða bók til gjafa eða eignar, fyrir
börn eða fullorðna, að geta fullkomlega treyst umsögn
ábyrgra manna, sem til þess eru kjörnir. Skólastjórar og
kennarar hafa líka af þessu margþætt not, þegar bækur eru
árlega valdar í söfn skólanna.
En eins og mörgum íslenzkum kennurum er kunnugt,
hefur nú um langt árabil verið glæsileg skipan á bókasafns-
málum skóla á skyldustigi meðal allra þessara þjóða, sem
nefndar voru. Samkvæmt fræðslulögum þessara þjóða skal
hverjum skóla skylt að hafa sérstakt bókasafn með úrvali
góðra bóka fyrir börn og unglinga, ásamt rúmgóðri lesstofu.
Er hrein unun að koma í bókasöfn og lesstofur margra skóla
meðal þessara þjóða. Og að sjálfsögðu er efst í huga okkar,
allra íslenzkra kennara, sem þessu kynnumst, að skylduskól-
ar okkar gætu sem fyrst fengið að njóta þessarar aðstöðu
og aðbúnaðar. Ríki og sveitarstjórnir veita árlega ríflegar
fjárnpphæðir til safnanna, skv. lögum.
Til að grein þessi verði ekki of löng skal ég ni'i aðeins
að lokum nefna, hvernig fyrirkomulag þessara mála er,
nokkru nánar tiltekið, meðal einnar þeirrar j)jóðar, sem
nefndar voru, Norðmanna.
hað er menntamálaráðuneytið og Norsk Lærerlag, sem
skipa menn ]rá, sem dæma barna- og unglingabækur fyrir
ahnenning og skólabókasöfn.
Verðlaunin, sem barnabókahöfundum eru veitt jrar í
landi, eru tvenns konar. Menntamálaráðuneytið veitir önn-
tir. I>að eru jrrenn verðlaun, sem nema fimm, jiremur og
tveim þúsundum norskra króna. Hin verðlaunin veita norsk
forlög, ýmist ein eða í sameiningu, og eru jrau mun hærri.