Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 101
MENNTAMÁL
307
nýstárlegu viðfangsefni, sem þessi kafli býður honum við
að glíma.
Höfundur getur þess í formála bókarinnar, að hún sé
samin einna helzt með nemendur landsprófsdeilda í huga.
Nú hef ég ekki haft aðstöðu til að reyna bókina við kennslu,
en ég fæ ekki betur séð en höfundi hafi vel tekizt um efnis-
val og efnismeðferð. Mér kærni ekki á óvart, þó að við-
fangsefni bókarinnar reyndust nemendum á þessu reki
nokkru auðveldari viðureignar en margt af því, sem þeim
er annars ætlað að nerna í stærðfræði. IJó virðist mér þau
muni einkar vel til þess fallin að glæða skilning á vissum
grundvallarlögmálum stærðfræðinnar, og margvísleg tilefni
gefa þau til þroskavænlegrar ígrundunar.
í bókinni eru 35 skýringarmyndir, sem Torfi Jónsson
hefur gert í samráði við höfund. Myndirnar eru mjög skýr-
ar og lesandanum til mikils hagræðis og skilningsauka.
Stærð bókarinnar er 6 arkir. Fremst er efnisyfirlit og for-
máli, en aftast orðaskrá. ]>ar er að finna öll þau nýyrði, sem
notuð eru í bókinni, ásamt þeim orðum, sem þar eru not-
uð í nýrri eða breyttri merkingu. Þetta er augljós kostur.
ísafoldarprentsmiðja hefur prentað bókina, og sé ég ekki
betur en það verk sé hið bezta af hendi leyst.
Sá er einn tilgangur með þessum línum að vekja athygli
kennara á þessari forvitnilegu bók og þeirri nýju stefnu,
sem hún kynnir lesendum sínum. Ég tel einsætt, að íslend-
ingar hljóti að gefa þessari stefnu fyllsta gaum, og mér
virðast horfur á, að hún verði nokkurs ráðandi í stærðfræði-
kennslu hérlendis óðar en varir. Kennurum er því án efa
ráðlegt að kynna sér þessa stefnu eftir föngum. Et þeir
lesa bókina Tölur og mengi og brjóta viðfangsefni hennar
til mergjar, verða þeir strax nokkurs vísari.
Kristinn Gíslason.