Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 61
MENNTAMÁL
267
(20% tímans er o£ lítið), og gerir ráð fyrir vinnubrögðum,
sem betur eiga við á menntaskólastiginu og ofar (sérstak-
lega á þetta við um fyrirlestrahald í stórum hópum). Kerfið
gerir einnig miklar kröfur til skólahúsnæðis og menntunar
kennaranna. Að því er námsaðgreininguna varðar mætum
við kunnum spurningum: Hvernig á að raða í hina ýmsu
l'lokka og bekki? Eiga hóparnir að vera þeir sömu og bland-
aðir í öllum námsgreinum — eða á að raða eftir getu í
ýmsum greinum?
II.
Burtséð frá skipulagslegri námsaðgreiningu vaknar spurn-
ingin: hvað um kennarann í kennslustofunni? Jafnvel eftir
skiptingu nemendanna í ólíkar deildir, bekki eftir greind-
arfari eða bekki með mismunandi námsskrá, stendur kenn-
arinn frammi fyrir mjög mismunandi og blönduðum hópi
nemenda. Hvernig getur hann tryggt, að skólastarfið hæfi
og hvetji hvern einstakan nernanda?
Svarið verður: Uppeldisleg námsaðgreining. Þetta efni
hefur verið á efnisyfirliti uppeldis- og kennslufræðirita frá
því á öndverðri öldinni, er starfsskólinn var kynntur. Samt
sem áður er þessi akur enn ósáinn, að ]rví er varðar daglegt
starf í skólanum — þrátt fyrir aðdáunar\ærða viðleitni ein-
stakra ötulla kennara, sem meira eða minna á eigin spýtur
og með því að hagnýta lungann úr frítíma sínum hafa
reynt að gera sérgreininguna að veruleika í skólastofunni.
(Starfið í fámennum skólum hefur borið keim sérgreining-
arinnar, en Jrað hefur sérstöðu, a£ því að liver „bekkur“
hefur í raun og veru verið saman settur a£ mörgum bekkj-
um. Kennarar í fjölmennu skólunum geta samt sem áður
mikið lært af fámennu skólunum og vinnuaðferðum þeirra!)
Ég skal nú reyna að draga upp mynd al' uppeldislegu
námsaðgreiningunni með dæmi frá venjulegum barnaskóla
í Bandaríkjunum, sem ég hef sjálf séð og reynt.
I Washington D.C. hefja börnin skólanám tvisvar á ári,