Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 81
MENNTAMÁL
287
Þau námskeið, sem talin eru upp í skýrslunni, eru að
mestu leyti sótt a£ kennurum við barna- og gagnfræðaskóla-
stigin. Við útreikning hlutfallstölu kennara, sem námskeið-
in sóttu, er tekinn fjöldi fastráðinna kennara á barna- og
gagnfræðastigi ásamt kennurum í húsmæðraskólum, vegna
þess að þeir sækja ásamt hússtjórnarkennurum gagnfræða-
skólanna hússtjórnarnámskeiðin. Kennarar, sem hafa 1,4
kennslu á gagnfræðastigi, eru ekki taldir með í heildar-
tölunni, þar sem þeir starfa flestir við barnaskóla að hin-
um hlutanum og eru taldir með þar. Hér er aðeins um að
ræða mjög fáa kennara.
Þeir, sem sótt hafa námskeið erlendis, eru ekki taldir
með og upplýsingar um tölu þeirra ekki handbærar.
Yfirlitstölur námskeiða eru sem hér segir:
Fjöldi Þátt- Fastir Hlutfallsleg
Ár námsk. takendur kennarar þátttaka
1963 .... 14 529 1252 42.25%
1964 .... 14 360 1332 27.03%
1965 .... . . . . 14 605 1378 43.90%
1966 . . . . 15 GO GO 1412 41.64%
Niðurlagsorð.
Það er augljóst af þessari smávægilegu könnun á nám-
skeiðssókn íslenzkra kennara, að hún er mjög mikil, og má
af henni marka áhuga kennara á því að lialda menntun
sinni vel við og auka hana.
Hin mikla þátttaka í námskeiðunum ætti einnig að verða
Menntamálaráðuneyti og kennarasamtökum hvatning til
þess að skipuleggja námskeið nokkur ár fram í tírnann og
byggja þau upp, þannig að unnt verði með því að sækja
ákveðinn fjölda námskeiða að fá viðurkennda námsviðbót
eða aukin réttindi, á sama hátt og ársdvöl í kennaraháskóla
veitir barnakennurum rétt til launabóta.
Mér virðist kominn tími til að viðurkenna námskeið sem