Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 12
80
VOHIð
málinu, svo nú var ekki um annað
að gera en bíða.
En ekki leið honum vel. Og
óvissan kvaldi hann. Það fann
hann bezt þegar hann hjálpaði
mömmu sinni til að senda Karen
ofurlítinn jólaböggul. Sjálfur sendi
hann systur sinni ofurlitla jóla-
gjöf, það var hálsfesti úr rauðum
perlum.
Klukkan 6 á aðfangadagsmorg-
uninn vaknaði Jörgen og flýtti sér
í fötin. Mamma hans vissi, að
hann þurfti að fara snemma til
vinnu sinnar. Hann hleypur eftir
götunum, sem huldar voru nýfall-
inni mjöll. Það var von á systur
Péturs með fyrstu morgunlestinni.
Hann kom í tæka tíð á brautar-
stöðina, og skömmu síðar kom
Pétur þangað líka.
Hann var búinn að koma því
svo fyrir, að ef Karen kæmi, þá
skyldi hún fara heim til Péturs og
bíða þar þangað til Jörgen kæmi
að sækja hana. Síðan ætlaði hann
að lauma henni heim á meðan
mamma hans var úti.
Nú kom lestin brunandi inn á
stöðina. Hjartað í Pétri barðist
ákaft.------Það koma aðeins fáir
menn út úr lestinni-----------hann
sá ekkert barn.
„Jú, þarna er hún!“ hrópaði Pét-
ur, sem sá nú systur sína koma og
leiða litla stúlku.
Já, sannarlega! Nú sá Jörgen
hana líka.-------Þetta var áreið-
anlega Karen í hlýjum vetrarföt-
um, snjóhvít frá hvirfli til ilja,
sannarlegur jólaengill — og hann
átti þenna litla jólaengil! Honum
fannst hann allt í einu vera orðinn
svo ríkur — nú fyrst vissi hann
hvað það var að eiga litla, góða
systur.
Klukkan 4 sótti hann Karen.
Á heimleiðinni sagði hann henni,
að hún ætti að vera jólagjöfin,
sem mamma ætti að fá. „Þess
vegna verð ég að lauma þér inn,
og búa til úr þér jólaböggul"!
„Já, vefja mig inn í bréf!“
hrópaði Karen, himinlifandi, og
hoppaði upp í hvítu kápunni sinni.
Hann tók fast í hönd hennar.
Hann fann, að hann var að flytja
jólagleðina heim, og jólahátíðin
var þegar búin að taka sér bústað
í hjarta hans.
-----Nú voru þau komin heim.
Þau gengu hljóðlega inn, annars
vissi hann að mamma hans var
uppi í kirkjugarði, og hennar var
ekki von fyrr en eftir nokkra
stund, en hann þorði samt ekki að
bíða, en fór að vinna að því að
koma jólabögglinum á sinn stað.
Hann klæddi hana úr vetrarföt-
unum, ekkert mátti sjást, enda
hafði hann nógu stórt bréf til að
margvefja utan um systur sína.
Hann breiddi nú pappírinn á legu-
bekkinn ,og svo skreið Karen upp
á hann, skríkjandi af gleði. Eftir
litla stund var allt tilbúið. Stór