Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 7
V O R I Ð
friðar milli þjóða? Eru þá jólin
ekkert annað en jarðnesk fagnað-
arhátíð, án allrar verulegrar þýð-
ingar, þegar stórviðburðir lífsins
steðja að?
Þegar við lásum kaflann úr 2.
kap. Filippsbréfsins, byrjaði hann
á orðunum: Verið með sama hug-
arfari, sem Jesús Kristur var. Ef
við myndum alltaf eftir þessum
orðum og hlýddum þeim, þá væru
jólin fyrir löngu ekki aðeins orð-
in ljósanna hátíð og jarðneskrar
gleði, heldur líka hátíð friðarips.
Þetta litla barn í Betlehemsjöt-
unni kom til þess að færa frið á
jörðu. Og hann sýndi með lífi
sínu og kenningu, hvernig sá frið-
ur yrði fenginn. Hann sagði að
æðsta boðorðið, sem maðurinn
ætti að keppa að að uppfylla, væri
það, að elska Guð af öllu hjarta
og náungann eins og sjálfan sig.
Sá, sem það gerir, trúir Guði og
treystir honum. Þess vegna sættir
hann sig við lífið og stjórn hans.
Sá, sem það gerir, vill vera öðr-
um góður. Þess vegna lifir hann í
friði við alla menn. Sá, sem það
gerir, breytir aldrei gegn eigin
samvizku eða gerir það, sem hann
veit að er gagnstætt vilja Guðs.
Þess vegna öðlast hann frið í
hjarta sínu.
Þessa hafa mennirnir ekki gætt.
Þess vegna eru énn styrjaldir og
myrkur hryggðarinnar yfir mann-
heimum. En ennþá koma jólin
með sinn himneská boðskap: Frið-
?5
ur á jörðu með þeim mönnum,
sem Guð hefir velþóknun á. Gæfi
það Guð, að menn loks skildu, að
leiðin til þessa friðar er, að vera
með sama hugarfari og Jesús
Kristur var. Þá yrði þess skammt
að bíða, að jólasólin skini ekki
lengur á blóði drifna jörð og tár-
stokkið mannkyn. Það sé jólabæn
okkar.
GLEÐILEG JÓL!
Ný barnastúka.
Nýlega stofnaði Marinó L. Stef-
ánsson, kennari á Akureyri, nýja
barnastúku á Raufarhöfn með 60
félögum. Stúkan heitir „Norður-
ljósið“ nr. 115. Er það myndarlega
af stað farið. Gæzlumaður stúk-
unnar er Aðalbjörg Guðmunds-
dóttir, kennslukona. Er það gleði-
legt, þegar börn vilja starfa sam-
an í hollum félagsskap, undir leið-
sögu góðra manna. „Vorið“ óskar
gæzlumanni og börnunum til
hamingju með hina rfýju stúku.
25 áru afinælí.
íþróttafélagið „Þór“ á Akureyri
átti 25 ára afmæli á þessu ári.
Það hefur minnst afmælisins með
veglegu samsæti og útgáfu á
smekklegu afmælisriti. Félagið
var stofnað 6. júní 1915. í fyrstu
lögum félagsins var bindindi á
tóbak og áfengi skilyrði fyrir fé-
lagsvist. Nú eru í félaginu hálft
þriðja hundrað félagar, og þar
iðkaðar margar íþróttagreinar,