Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 5

Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 5
VORID 6. árg., 1040 4. hefII okl.-des. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup: 5 Friður á jörðu Jólahugleiðing. Lesið Lúk. II, 1—20 og Fil. II, 1—1 L' (<§ Guðspjallamaðurinn Lúkas seg- ir okkur einn allra guðspjallahöf- unda frá hinum fyrstu jólum á jörðu. í hans guðspjalli einu er þessi dýrlega frásaga, sem öll börn kunna, um manntal Ágústusar, þegar Jósef og María fóru til Bet- lehem til þess að láta skrásetja sig og Jesús fæddist meðan þau dvöldu þar. Hann einn segir frá englaskörunum á Betlehemsvöll- um, þegar dýrð drottins ljómaði kringum hirðana, og engillinn boðaði hirðunum fæðingu frelsar- ans, þegar himneskir herskarar sungu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hann hefir velþóknun á. Himnesk dýrð stafaði umhverf- is fæðingu Jesú. Ef við hefðum yerið þarna stödd, hefðum við sennilega ekki séð nema venjulegt mannlegt barn, í öllum sínum veikleika, í faðmi ungrar og ást- ríkrar móður. Hvaða barn var þetta, að samfara fæðingu þess lét sjálfur Guð á himnum boða frið á jörðu og velþóknun sína meðal manna? Hvaða barn var þetta, að í meira en 16 aldir hefir meiri hluti hins þekkta heims minnzt fæðingar þess með mesta hátíða- haldi ársins? Þessara spurninga hefir oft veí- ið spurt, þó ekki hafi þurft þess. Svarið við þeim er jafngamalt til- efninu til þeirra. Postulinn svarar henni: Þetta barn í Betlehemsjöt- unni er Guð, sem afklæðzt hefir guðsmynd sinni og gerzt maður, gerzt þjónn mannanna, þeim til frelsis. Fyrir hans nafni skal hvert

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.