Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 17
VORIÐ
85
\
„Nú skulum við fá okkur mat-
arbita, börn“, sagði gamli maður-
inn og tók grautinn af eldinum,
og jós honum upp í þrjár tréskál-
ar, lét heita mjólk út á, og gaf
hverju þeirra væna ostsneið með.
Hjarðdrengurinn stóð upp,
spennti greipar og blessaði mat-
inn. Hinir horfðu undrandi á
þetta, en borðuðu svo með góðri
lyst“.
„Aldrei hef ég fengið svona góð-
an graut, sæta mjólk og góðan
ost“, hvíslaði drengurinn að stúlk-
unni.
ekki heldur“, hvíslaði hún
aftur.
„Ætli það sé vegna félagsskapar
ykkar, að mér finnst maturinn svo
góður í kvöld“, sagði öldungurinn.
„Ef til vill“, sagði hjarðdrengur-
inn, með sinni glaðlegu, silfur-
hreinu rödd, „Þú ert svo góður
við okkur. Verða menn svona góð-
ir við að búa einir?“
„Góðir, drengur minn, hvað er
það? Ég reyni að gera skyldu
mína, það er allt og sumt. Ég lifi
kyrrlátu lífi með hjörð minni, og
vonast eftir að fá frið himnanna,
eins og sagt er að þeir friðsömu
muni hljóta“.
„Eins og sagt er?“ Hjarðdreng-
urinn brosti glaðlega. „Veiztu þá
ekki, hvaða dagur er í dag?“
„Hvaða dagur? — Er nokkuð
sérstakt við daginn? — Jú, ég hef
fengið gesti utan úr hríðinni. Ann-
að veit ég ekki“. — Hann brosti á-
nægjulega, lauk úr skálinni og
stakk síðasta ostbitanum upp í
sig.
„Hafið þið nú fengið nóg, börn?“
sagði hann og stóð á fætur.
Hann tók skálarnar burtu, og
gerði snyrtilegt umhverfis þau.
„Megum við sitja dálítið leng-
ur?“ spurði hjarðdrengurinn.
„Já, auðvitað, kæru börn“, svar-
aði öldungurinn.
Eldurinn lifnaði aftur við.
„Nei, sjáið“, sagði öldungurinn,
„það eru myndir í eldinum! Það
er þorp — og sjáið — þarna koma
hjón — konan ríður á asna, — en
hvað þetta er skrítið. Maðurinn
ætlar inn um dyr — en er vísað
burt — fyígir konunni að gripa-
húsi — sjáið þið það! — Nei, nú
ljómar stjarna yfir gripahúsinu —
englaskarar lengra burtu —
stjarnan skín skærar — konan
beygir sig yfir lítið barn — ein-
hverjir koma með gjafir — það
eru konungar — en hvað barnið
er guðdómlegt! Mig langar líka að
gefa þessu fallega barni eitthvað“.
Drengurinn og stúlkan sögðu
hljóðlega bæði í einu: „Hann
skyldi fá fallegasta lambið okkar,
ef hann væri hér“.
Þá heyrðist hin milda rödd
hjarðdrengsins: „Það er aðeins
eitt, sem þetta barn vill eignast —
hjörtu ykkar“.
Öldungurinn leit upp: „Þekkir
þú hann? Veiztu hver hann var —
er?“