Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 20

Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 20
88 V O R I Ð gráta allar, skyldi einhver vera dáinn? Hann reyndi að opna, en dyrnar voru læstar. Opnið, kallaði hann, en enginn opnaði. Opnið strax, hrópaði hann og barði í hurðina. Drottningin kom grátandi í gættina. Hvað er þetta? spurði kóngur- inn. Hvað er hvað? sagði drottning- in kjökrandi, en að innan heyrðist hár grátur. Hvers vegna grátið þið, spurði kóngurinn. Við erum svo hryggar, sagði drottningin. Af hverju eruð þið hryggar? spurði kóngurinn. Af því, sagði drottningin, Af hverju? segi ég, sagði kóng- urinn, og var nú farið að síga í hann. Af því bara, sagði drottningin. Hvenær ætlið þið að hætta þessu grátkveini? spurði kóngur- inn. Ætlarðu ekki að gefa mér nýja kórónu, spurði drottningin með grátblíðri rödd. Nú, svoleiðis, sagði kóngurinn. ^ptlarðu ekki að gera það, góði minn, spurði drottningin. Nei, sagði kóngurinn. Þá grátum við allt okkar líf, sagði drottningin. Grenjið þið bara, sagði kóngur- inn, og svo skellti hann hurðinni á nefið á drottningu sinni og skundaði burt.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.