Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 27
Tröilkerlingin i sknginum.
(Eftir Louis Moe).
í fjalli einu, langt, langt í
burtu bjó tröllkarl með kerlingu
sinni. Þegar tröllkarlinn var bú-
inn að borða morgunmatinn sendi
hann kerlingu sína út í skóg, til að
gæta bjarndýrahjarðar, sem þau
áttu. Á kvöldin mjólkaði hún
birnurnar, strokkaði rjómann, og
bjó til osta úr undanrennunni.
Það var líka verk kerlingarinnar
að klippa lubbann af björnunum,
spinna úr honum þráð og vefa svo
úr því voðir. Loks saumaði hún úr
því föt, sem voru svo sterk, að
þau entust tröllunum hálfa æfina.
Nú bar svo við dag nokkurn
þegar tröllkerlingin sat hjá björn-
unum, að til hennar kom grát-
andi drenghnokki. Hann sagðist
heita Pétur og hafði hann villst
í skóginum. Nú var hann orðinn
svo svangur, að kerlingin varð að
mjólka eina birnuna sína til þess
að gefa stráknum að drekka
mjólkina. En mjólkin var svo sað-
söm að drengurinn varð full-
saddur er hann var búinn að
drekka hana.
Tröllkerling þessi hafði aldrei
eignast barn sjálf, og henni þótti
undir eins svo vænt um þenna
dreng, að hún mátti ekki til þess
hugsa að láta hann fara aftur.
Drengurinn gat heldur ekki sagt
hvar hann ætti heima, en af því
að karlinn hennar var skapillur
og harður þorði hún ekki að fara
með hann heim til sín.
Það varð því úr, að drengurinn
varð kyrr hjá tröllkerlingunni í
skóginum, og kerlingin varð hjá
drengnum.
Til matar höfðu þau bjarndýra-
mjólk og skógarber, og þrifust vel
af. Á meðan kerlingin fékkst við
matinn gætti drengurinn bjarn-
dýranna, stundum fékk hann sér
blund, stundum baðaði hann sig í
skógartjörninni og lifði glöðu og
áhyggjulausu lífi allan daginn, en
á kvöldin rak hann allar birnurn-
ar heim í kvíarnar til þess að láta
mjólka þær. Gamalt bjarnarhiði,
sem tröllkerlingin hafði fundið og
dubbað upp, notaði hann fyrir
stofu.
Þannig liðu mörg ár.
Á veturna sofnaði drengurinn
og svaf þangað til fór að vora eins
og birnirnir gerðu, en kerlingin
sofnaði ekki nema á fimmtíu ára
fresti, því einn dagur hjá tröllun-
um er að minnsta kosti fimmtíu
ár, og heil tröllaæfi er mörg þús-
und ár.
Og áður en tröllkerlingin vissi
af var Pétur orðinn fullorðinn
maður, meira en tvítugur, og þá
vildi hann fyrir hvern mun fara
að fá sér konu. Kerlingin lagði
því af stað einn góðan veðurdag
til þess að leita að konefninu, því
hann var búinn að hóta því, að ef
hann fengi ekki konuna yrði hann