Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 21

Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 21
V O R I Ð 89 Kóngurinn fór til herforingja síns og bað hann um hersveit. Er stríð? spurði herforinginn. Já, einskonar stríð, sagði kóng- urinn. Herinn er tilbúinn, sagði her- foringinn. Látum hann koma, sagði kóng- urinn. Þá setti herforinginn lúður á munn sér og blés hátt. Kom þá hersveitin, albúin í stríð. Komið með mér, sagði kóngur- inn við hermennina, og svo fór hann með þá inn í hallargarðinn, beint undir glugga drottningar. Þarna inni eru óvinirnir, sagði kóngurinn og benti upp í glugg- ann, heyrið þið til þeirra? Við heyrum talsvert, sögðu her- mennirnir. Þið verðið að sigra, sagði kóng- urinn. Já, við erum hraustustu her- menn í heimi, sögðu hermennirnir. Viðbúnir þá, sagði kóngurinn. Eigum við að skjóta? spurðu hermennirnir. Nei, sagði kóngurinn. Hvað eigum við þá að gera? spurðu hermennirnir. Þið eigið að gráta, sagði kóng- urinn. Ha, sögðu hermennirnir. Þið eigið að gráta hærra en ó- vinirnir, sagði kóngurinn. Nú, sögðu hermennirnir. Ætlið þið að láta óvinina verða duglegri að gráta? spurði kóngur- inn. Nei, auðvitað ekki, sögðu her- mennirnir. Þið hljótið að geta grátið, sagði kóngurinn. Já, engir hermenn í heimi geta grátið hærra en við, sögðu her- mennirnir. Viðbúnir þá, sagði kóngurinn, einn, tveir, þrír, og tíu þúsund hermenn ráku upp skerandi grát- kvein, en fyrir framan fylkinguna stóð konungur og skipaði fyrir. Drottningin og hirðmeyjarnar gengu skelfdar út að glugganum. Þær gleymdu að gráta sjálfar. Há- vaðinn var geigvænlegur. Er þrumuveður? sagði drottn- ingin. Nei, þarna stendur kærastinn minn, sagði ein hirðmeyjan og benti. En hve hann er laglegur þessi þarna með opna munninn, sagði önnur. Þetta eru hermenn, sagði drottn- ingin. Já, sögðu hirðmeyjarnar. Þeir eru ókurteisir, sagði drottn- ingin. Já, voðalega ókurteisir, sögðu hirðmeyjarnar. Þetta er óþolandi hávaði, sagði drottningin. Já, alveg óþolandi, sögðu hirð- meyjarnar. Þá gekk fram úr fylkingunni laglegasti liðsforinginn, hneigði

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.