Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 8
'
76
V O R I Ð
Jólin nálgast. Kvöldsins klukkur óma,
og Kristur sjálfur gistir vora jörð.
í hverjum glugga jólaljósin Ijóma
og loftið fyllir eilíf þakkargjörð.
Menn slíðra sverðið — fyllast friði sönnum,
— en friðurinn er mannsins œðsta þrá.
Nú verðum vér að meiri og hetri mönnum
og myrkrið hverfur hugum vorum frá.
Ó, milda nótt, sem frelsi og fögnuð gefur
og færir öllum lýðum helgan sið.
Ó, stöðva þú það stríð, er geisað hefur,
lát staðna hjá oss þinnar náðar frið.
Ó, milda nótt, sem fagrar vonir vekur
og veitir gleðistraum um jarðarból.
Hér finnst ei neinn, sem ekki er eitthvað sekur,
leyf öllum þó að lifa farsœl jól.
Axel Ben.