Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 9
V O R I Ð
77
Mamma fær jólagjöf.
Það var vika til jóla. Jörgen gat
varla sofið á næturnar fyrir
áhyggjum og eftirvæntingu. Skyldi
honum heppnast fyrirætlun sín?
Mundi Jóhannes frændi hans
skilja það, að þetta, sem honum
hafði dottið í hug, gat eitt bjargað
jólagleðinni fyrir honum og móð-
ur hans.
Honum hafði dottið þetta í hug
fyrir fjórum dögum síðan. Áður
hafði hann helzt óskað sér þess að
hægt væri að hlaupa yfir jólin,
óskað, að engin jól kæmu! En
hann vissi nú, að jólin myndu
koma, og þá fór hann að reyna að
safna aurum fyrir jólagjöf handa
mömmu sinni, því jólagjöf varð
hún að fá. Og það varð meira að
segja að vera eitthvað reglulega
fallegt. Hann var, meðal annars,
búinn að leita lengi að einhverj-
um snotrum lampa, sem gæti far-
ið vel í stofunni þeirra. Það gat
verið að hann lífgaði eitthvað upp
og bætti úr tómleikanum, sem
ríkti þár inni. En seinna datt hon-
um í hug, að þessi tómleiki myndi
verða enn meiri, þegar lampinn
skini á sig og móður sína á að-
fangadagskvöldið.
En hvernig væri að kaupa lag-
lega ábreiðu, mynd eða eitthvað
slíkt. — Nei — hvaða gagn var að
því. Þótt hann gæti keypt allt
skrautið, sem hann hafði séð í
búðargluggunum, þá gat það ekki
flutt jólagleðina inn í þetta litla
heimili, þar ríkti aðeins sorgin.
Pabbi hans var dáinn. Hann dó
síðastliðið haust, eftir stutta legu.
Já, það var orðin mikil breyting
síðan í fyrra, svo mikil, að hann
gat varla trúað því.
En það var ekki nóg með það,
að þau misstu pabba. Þau misstu
líka litlu Karen. Litla inndæla
systirin hans, fjögra ára hnokki,
var komin langt í burtu, eitthvað
vestur á land til Jóhannesar
frænda. Þangað var svo langt, að
það var óhugsandi að hún gæti
komið heim til þeirra um jólin.
Þaðan var tveggja daga ferð bæði
á landi og sjó.
Annars var það gott, að hún var
þarna, því Jóhannes frændi var
ríkur maður, og hann ætlaði víst
að sjá um Karen litlu eins og það
væri dóttir hans. Hér heima gat
hún ekki verið, því síðan pabbi
dó hafði mamma orðið að vinna á
skrifstofu, en hann sjálfur vann
við verzlun, svo heimilið var
mannlaust allan daginn. Það var