Vorið - 01.12.1940, Blaðsíða 11
V 0 E I Ð
79
anum og horfði út í vetrarnóttina.
Bara að hún væri ekki svona langl
í burtu! Jörgen vissi, að hún var
alltaf að hugsa um Karen. Hann
var líka kyrr. Átti hann að segja
henni leyndarmálið? — Nei----------
hann grúfði sig yfir dagblaðið —
hann skyldi geyma leyndarmálið
þessa fáu daga, sem eftir voru til
jólanna.
„Nei, Karen getur víst ekki kom-.
ið heim að þessu sinni, hún getur
ekki ferðast ein, og Jóhannes
frændi á svo annríkt um þessar
mundir, að hann má ekki vera að
því að koma með henni“, sagði
mamma sorgbitin.
„Nei, það er víst alveg vonlaust,
mamma“, sagði Jörgen á bak við
blaðið.
Það var hreinasta tilviljun, að
Jörgen hafði fengið þessa hug-
mynd, sem hann bjó nú yfir eins
og merkilegu leyndarmáli. Hann
hafði fengið hana frá félaga sín-
um, Pétri Karlssyni.
Hann hafði séð Pétur skrifa utan
á bréf, og þegar hann sá, að það
átti að fara til sama þorpsins, sem
Jóhannes frændi átti heima í,
spurði hann Pétur, hvort hann
þekkti einhvern þar.
„Já“, svaraði Pétur, „ég á þar
systir, sem er gift. Við eigum von
á henni heim um jólin með alla
fjölskylduna“.
Jö.rgen fann sting í hjartað. Það
var víst af öfund, Pétur gat feng-
ið sína systir heim með alla fjöl-
skylduna, en hann og mamma
hans urðu að hýrast alein.
En þessi öfund stóð aðeins eitt
augnablik, þ,á datt honum snjall-
ræði í hug:
Væri það ekki reynandi, að
biðja systur Péturs að taka Karen
með sér heim? Ég á nóga peninga
fyrir fargjaldinu, og hætti bara
við að kaupa jólagjöfina. Ég skrifa
Jóhannesi frænda og skýri honum
frá öllum málavöxtum. Segi hon-
um, að mamma þrái að fá Karen
heim um jólin.
Eftir þessar hugleiðingar spurði
hann Pétur, hvort hann héldi ekki
að þetta gæti gengið, og fékk það
svar frá Pétri, að það væri jafn-
auðvelt eins og að hósta eða
hnerra. Skrifaðu bara undir eins
Þetta sama kvöld kom Pétur
bréfunum í póstkassann, bæði til
Jóhannesar frænda og til systur
Péturs, og vegna þess hve tíminn
var stuttur, sendi hann alla sparl-
peningana sína — 25 krónur —
um leið, í póstávísun.
En nú var eftir að vita hvort
Jóhannes frændi var maður með
hjartað á réttum stað, eða maður.
sem ekki skildi neitt.
Það mundi bráðlega koma í ljós.
Hann var vonandi góður maður,
Jóhannes frændi.
Hann gat varla búizt við svari
fyrr en ef Karen kom sjálf. Hann
hafði líka beðið Jóhannes að láta
mömmu ekki komast að leyndar-