Vorið - 01.03.1944, Qupperneq 5

Vorið - 01.03.1944, Qupperneq 5
VORIÐ I I I usterinu. HELGISAGA eftir Selmu Lagerlöf. Fátæk hjón voru að skoða sig um í musterinu mikla í Jerúsalem, og með þeim ungur sonur þeirra. Það var yndisfagur drengur. Hárið lá í mjúkum lokkum, og augun blikuðu eins og stjörnur. Hann hafði ekki komið í must- erið síðan hann þroskaðist svo, að hann bæri skyn á það, er hann sá; og nú voru foreldrar hans að sýna honum bygginguna og gersemar hennar. Þar voru súlnaraðir mikl- ar og gullin ölturu. Þar voru spek- ingar að fræða lærisveina sína, og æðsti presturinn með gimsteina- brjóstmen sitt. Þar voru fortjöld- in frá Babýlon, gegnofin gullrós- um. Og þar voru eirhurðirnar miklu, svo þungar, að þrjátíu menn þurfti til að hreyfa þær á hjörunum. En drengurinn litli, sem aðeins var 12 ára, gaf þessu lítinn gaum. Móðir hans sagði honum, að þetta, er þau voru að sýna honum, væri hið merkasta, er til væri í víðri veröld. Og hún sagði honum, að víst mundi þess langt að bíða, að hann fengi að sjá aftur slíka hluti. í Nazaret, þar sem þau áttu heima, væri ekki annað að sjá en gráar göturnar. En hvatningar hennar komu hér eigi að liði, drengurinn virtist heldur mundu kjósa að hverfa burt úr dýrðinni í musterinu, og fá í þess stað að leika sér á þröngu strætunum heima í Nazaret. En einkennilegast var það, að því minna, sem drengurinn sinnti því, sem fyrir augun bar, því glað- ari og ánægðari urðu foreldrar hans. Loks var drengurinn orðinn svo þreyttur og máttfarinn, að móðir hans kenndi í brjósti um hann og mælti: „Við erum víst bú- in að ofreyna þig á göngunni. Kom

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.