Vorið - 01.03.1944, Side 6

Vorið - 01.03.1944, Side 6
2 V O R I Ð þú til mín, við skulum hvíla okk- ur um stund.“ Hún settist við eina súluna og sagði honum að halla sér niður og láta höfuðið hvíla í skauti hennar. Og hann gerði það og sofnaði brátt. Þegar er hann var sofnaður, mælti konan við mann sinn: „Engu hef ég kviðið jafnmikið og þessari stund, er hann í fyrsta sinn sæi musterið í Jerúsalem. Því að ég hugði hann mundi þá setjast hér að og dveljast hér jafnan síð- an.“ „Mér hefur einnig verið órótt út af þessari ferð,“ svaraði maður- inn. „Þegar hann fæddist urðu mörg teikn, þau er á það bentu, að hann mundi verða voldugur höfð- ingi. En hvað mundi konungstign færa honum, annað en hættur og áhyggjur? Ég hef jafnan sagt að bezt væri, bæði honum og okkur, að hann yrði aldrei annað en tré- smiður í Nazaret.“ „Frá því er hann var á fimmta ári, hefur ekkert óvenjulegt um hann skeð,“ mælti móðirin hug- lostin. „Og sjálfur minnist hann einskis þess, er við bar á bernsku- árum hans. Hann er nú að öllu sem önnur börn. Hvað sem öðru líður, verður guðs vilji að full- komnast, en þó er sem ég dirfist að vona, að drottinn muni af náð sinni velja einhvern annan til stórræðanna, en lofa mér að halda syni mínum hjá mér.“ „Ég þykist þess fullviss fyrir mitt leyti,“ svaraði maðurinn, „að fái hann enga vitneskju um fyrir- brigði þau, er gerðust meðan hann var í bernsku, þá sé öllu óhætt.“ „Ég minnist aldrei á þá hluti við hann,“ mælti konan. „En ég kvíði því þó ætíð, að eitthvað kunni að koma fyrir, sem bendi honum til þess, hver hann er, — án þess að ég fái að því gert. En þó kveið ég því mest, að fara með hann hingað upp í musterið.“ „Verum því glöð, er við sjáum, að nú er hættan um garð gengin,“ svaraði maðurinn. „Og innan skamms verðum við komin heim með hann aftur til Nazaret.“ „Spekingarnir í musterinu hafa skotið mér skelk í bringu,“ mælti konan. „Mér stóð ótti af spámönnunum, þeim er hér sitja á gólffeldunum. Ég hugði sem sé, að þegar er þeir sæju drenginn, mundu þeir standa upp og lúta honum — sem konungi Gyðinga. Og undarlega víkur því við, að þeir kannast ekki við hann. Því að slíkt barn hafa þeir aldrei áður séð.“ Hún sat hljóð um stund og horfði á barnið. „Mér er það tor- skilið,“ mælti hún. „Ég hugði að þegar hann sæi þessa dómara, sem sitja í drottins húsi og deila rétti meðal manna, þessa lærifeður, sem prédika fyrir nemendum sín- um, og þessa presta, sem þjóna guði, — þá mundi hann finna

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.