Vorið - 01.03.1944, Side 15

Vorið - 01.03.1944, Side 15
VORIÐ 11 gretta, og annað fæ ég ekki úr þeim. ÞÓRA (ólundarlega): Ég verð þá víst að vera kyrr heima eins og vant er. GRÍMUR: Nei,—það kemur ekki til mála. — En — ekki getum við neytt hjúa-kvikindin til þess, því að ekki er nú hjúa- haldið of gott fyrir það. ÞÓRA: Nú, — hvað er þá hægt að gera? GRÍMUR: Ja, — jú, jú. Við lát- um bara þessi krakkadrægsli, þessa sveitarómaga, sem neytt var upp á okkur í vor, vera heima. ÞÓRA: Er það vogandi? Þetta eru nú ekki nema krakkakindur á 8. og 9. ári. Og á sjálfa nýárs- nótt getur nú margt skeð, sem er nú ekki fyrir börn að mæta. Svo kannske þau yrðu hrædd, greyin. GRÍMUR: Svona, — ekkert bull. Þessir ormar vilja fá að éta og hafa allt eins og annað fólk, svo að þau verða þá líka að sýna eitthvert verk af sér. Hrædd, segir þú. Hu, — ætli þau megi ekki verða hrædd, þó? Ætli að hreppsnefndin sæi svo sárt eft- ir, þótt þau færu þá? Það væri þá einu þurfalingskvikindinu, eða tveimur færra. Svona, — sæktu þau nú, ég ætla að lesa þeim pistilinn áður en ég fer. ÞÓRA (ier íram). 2. atr. GRÍMUR (við sjálían sig): Já, það væri nú bara lán, ef álfar eða aðrar illar vættir vildu . hirða þessar skepnur. Það er nóg til af því dóti. — Þeir kunna það þessir fátæklings- ræflar að hrúga niður börnum, drepast svo frá öllu saman og láta svo aðra puða við að unga hyskinu út. — Og jæja, — og jirjór. 3. atr. (Grímur. Síðar Þóra, Nonni og Gunna ). ÞÓRA (kemur inn með Nonna og Gunnu. Börnin eru aíar fátæk- lega til íara. Ottaslegin á svip. Haldast í hendur og hjúfra sig hvort að öðru). GRÍMUR: Jæja. — Anga orm- arnir ykkar. Þið eigið nú að vera hér tvö heima á meðan við og fólkið förum til kirkjunnar. Ef þið gerið einhverja skömm af ykkur, skuluð þið verða ær- lega hýdd, — og hananú. NONNI: En, — en. . . . GRÍMUR: Svona, — svona. Ekk- ert fjárans — en. — Þegiðu bara, eða ég hýði þig tafarlaust. (Gengur til dyra). ÞÓRA (lágt um leið og hún íer): Égdét góðan bita handa ykkur á fremri hilluna í búrinu. Og svo er hérna ögn upp í munninn á ykkur. (Laumar að þeim hréf-

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.