Vorið - 01.03.1944, Page 18

Vorið - 01.03.1944, Page 18
14 VORIÐ ir ykkur verður vakað á hverj- um degi. Varðmenn, leysið bóndann. (Varðmenn leyna Grím). Farið nú til guðshúss ykkar og þakkið fyrir, að augu ykkar hafa verið opnuð. Héðan af skal lán ykkar og lífsgleði margfaldast. (Þau íara). Litlu börn. Komið fram úr fylgsni ykkar. Þessi nótt skal verða ykkur nótt gleði og gæfu. — Fjallkonan, — drottning okkar allra, býður ykkur á sinn fund. BÖRNIN (koma hrædd og hik- andi). ÁLFAKÓNG.: Komið örugg, börn- in mín. Fjallkonan elskar öll börnin sxn og hún óskar þess eins, að hvert hennar barn megi verða sem mestur og beztur maður. Komið á hennar fund. (Leiðir þau út). T j a 1 d i ð. II. ÞÁTTUR. (Leiksviðið úti á víðavangi, skreytt eftir föngum. Alfakóngur. Kallari. Tveir varðmenn. Nonni og Gunna (börnin eru nú prúðbúin). Síðar koma álfar og álfa- meyjar. Varðmenn og álfar bera íslenzk- an fána). ÁLFAKÓNG.: Börn. — Hér er efnt til hátíðahalda ykkar vegna. Drottning vor, Fjallkon- an, mun koma hér, og þið mun- uð fá að sjá hollvættir Islands. Nú mun ykkur framvegis líða betur að öllu leyti en hingað til. Þetta kvöld á að festa ykkur í minni, að ísland er göfug og máttug móðir, sem vill öllum börnum sínum allt hið bezta. Landið byggja hollar vættir, sem öllum vilja vel, ef þær eru ekki smáðar, og mennirnir líta ekki allt öfugum augum. (Við kallarann): Kallari, kallaðu hingað ljúflinga úr hólum, hömrum og fjöllum, hæðum og klettum, svo að þau megi fagna Fjallkonunni, er hún kemur. KALLARINN (kallar í allar höí- uðáttir): Huldur og ljúflingar. Komið og hyllið drottningu vora, Fjallkonuna! (í fjarlægð heyrist sungið: Stóð ég úti í tunglsljósi. Söngurinn fær- ist nær. Huldur og huldumenn koma og raða sér á sviðið. Kvæðið er sungið til enda). ÁLFAKÓNG.: Huldur og ljúfl- ingar. I kvöld kemur drottning vor, Fjallkonan, hingað. Hyllið hana með söng. Hér eru tvö lítil börn, sem mennirnir hafa farið illa með. Framvegis ber öllum ykkur að vaka yfir þeim og gæta þeirra. HULDUR OG HULDM.: — Já, konungur. Ósk okkar allra er, að hvert íslenzkt barn megi verða sem mestur og beztur maður og hljóta alla heill og gæfu. (Hljóðfæraleikur að baki. Lag: Minrúnga land). ÁLFAKÓNG.: Fjallkonan kemur. Hefjið fánana. (Sungið: Minn- inga land). (Fjallkonan kemur

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.