Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 22

Vorið - 01.03.1944, Blaðsíða 22
18 VORIÐ mínum, vori og sumri. En ég vil samt vel. Ég kem — oftast — hæglátt og hljótt og segi með hógværð: Verið viðbúnir vetri. Ég svæfi blöð og blóm, svo að þau kenni ekki kvala. Ég lita lyngið í hlíðinni fagurrautt. Á kyrrum kvöldum mínum tindra stjörnur, og norðurljós blika. Ég vil kenna mönnunum fyrir- hyggju. Ég tek börn og ungt fólk við hönd mér og leiði þau í skóla, þar sem þau eiga að nema það, sem megi verða þeim til gagns. ÁLFAK.: Syngjum haustinu söng. ALLIR (syngja: Vor er inndælt, eg það veit o. s. írv.). FJALLK.: Haust. Störf þín eru góð. Tak þér sæti með oss. HAUSTIÐ: Þakka þér, Fjall- kona. Ég skal leiða mennina á veg hyggindanna. FJALLK.: Mest veit ég, að þið kvíðið þó vetrinum, sem kem- ur með snjó og hríðar. Enginn óvinur finnst ykkur ægilegri en hinn myrki, kaldi vetur. En nú skal vetur karl koma og tala við ykkur sjálfur. (Við Álíak.): Konungur. Kalla þú veturinn. ÁLFAK.: Kallari, kalla þú vetur- inn. KALLARI: Vetur. Kom þú. Fjall- konan kallar þig. VETURINN (stálpaður piltur klæddur hvítum búningi með hvítt skegg kemur). FJALLK.: Vetur. Þessi börn skelf- ast við þína komu og óttast þig meir en allt annað. Tala þú. VETUR (hátt og gáskalega): Litlu skinnin. Eruð þið hálf- gerðar rolur. Ég vil ekkert víl eða væl. Það er ég, sem hef alið upp handaFjallkonunnihrausta syni og þrekmiklar dætur. — Bíta á jaxlinn. Berjast og duga. Þetta er mitt heróp. Ég vef litla stráka, og litlar stúlkur rjúk- andi kafaldskófi og klíp í eyrun á þeim með frostgómum mín- um, til þess að gera úr þeim menn, sanna íslendinga. Það er minn vilji, það er mitt starf að skapa menn, harða, dugandi og djarfa menn. Komið í tusk við karlinn, ég skal koma í ykkur mergnum og mættinum. Islend- ingar, íslendingar skuluð þið öll verða. ÁLFAK.: Syngjum vetrinum karlmennskuljóð. ALLIR (syngja: Táp og fjör og frískir merm). FJALLK.: Vetur. Ég þakka þér þorið og þrekið, sem þú með mætti þínum hefur blásið í brjóst íslenzkra manna.Takþér sæti með oss. VETUR: Þakka þér, Fjallkona. Táp og hreysti er orðtak mitt. Þessu skal ég blása í brjóst barna þinna. FJALLK.: Nú mun Saga ávarpa börnin. SAGA (stúlka klædd ísl. búningi (upphlsb.), heldur á spjaldi,

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.