Vorið - 01.03.1944, Page 25
VORIÐ
21
Hundamerki á 10 krónur. Það var
meira en hann gæti ráðið við.
„Já, Oli minn,“ sagði móðir
hans um leið og hún klappaði
hughreystandi á öxl hans, „þú
veizt mæta vel, að ég vildi gjarnan
hjálpa þér, en 10 krónum má ég
ekki eyða í þetta, atvinnan hefur
ekki verið svo mikil í seinni tíð,
eins og þú veizt—“.
„Nei, mamma, mér dettur ekki
í hug að biðja þig um slíkt, en
heldurðu að það sé óhugsandi, að
ég geti unnið mér inn þessa pen-
inga fyrir 1. janúar? Þú veizt, að
nú er mikill snjór. Gæti ég ekki
gengið um og mokað snjó fyrir ná-
grannana?“
„Þú ert duglegur piltur, Óli,“
mælti lögregluþjónninn, „og mér
dettur undir eins nokkuð í hug, —
þú getur komið niður á lögreglu-
stöðina og mokað fyrir okkur, ég
trúi ekki öðru en að við hjálpum
þér til að eignast fyrstu krónuna.“
— Og Óli gaf sig að snjómokstri,
ekki aðeins á lögreglustöðinni,
heldur hjá ýmsum fyrirtækjum
í hverfinu.
Aldrei hafði Óli verið eins
þreyttur eftir nokkurn dag eins og
þennan fyrsta snjómokstursdag.
En auk krónunnar, sem hann hafði
fengið á lögreglustöðinni, hafði
hann unnið fyrir 1 krónu og
75 aurum annars staðar.
En mikið vantaði enn, og ekki
var víst að þetta snjóveður héldist
lengi. Óli óskaði þess þó með sjálf-
um sér, og honum fannst þetta
vera gott veður, þótt allir aðrir
kölluðu þetta mesta hundaveður.
En það leit ekki út fyrir að veðrið
ætlaði neitt að skána. Það hafði að
vísu birt upp um tíma, en nú fór
veðrið versnandi aftur.
Óli og Kátur brutust gegnum
snjókófið og voru á heimleið. Óla
virtist sá litli vera orðinn þreyttur,
svo að hann greip í hálsbandið
hans, hóf hann á loft og stakk hon-
um í barm sinn. Því næst setti
hann rekuna og sópinn aftur á öxl
sér og brauzt á móti veðrinu á ný.
Óli var þaulkunnugur í bænum
og gat því stytt sér leið með því að
fara ýmsa stígi, sem öðrum voru
óþekktir. Hann þrammaði fram
hjá mörgum geymsluskúrum og
timburhlöðum og hraðaði för
sinni sem mest hann mátti.
En hvað gekk nú að Kát?
Hann varð ókyrr í barmi hans og
fór að urra og gelta, eins og hann
væri hræddur við eitthvað, og Óli
sá þann kost vænstan að sleppa
honum lausum aftur. Kátur var
ekki fyrr kominn á alla fjóra fæt-
urna sína í snjóinn, en hann þaut
gjammandi og þefandi að dyrun-
um á næsta geymsluskúr.
Óli hraðaði sér á eftir honum og
athugaði aðfarir hans af mikilli
forvitni. Skyldi hann vita af rottu
þarna inni? Eða var þar ef til vill
annar hi ndur? Nú hljóp Kátur
alveg að .lyrunum og gelti í ákafa,
en í sami. bili heyrði Óli aumkun-