Vorið - 01.03.1944, Qupperneq 27

Vorið - 01.03.1944, Qupperneq 27
VORIÐ 23 Morguninn eftir hljóp Óli niður á lögreglustöðina til þess að segja frá hundinum. Hann hitti lög- reglufulltrúann, sem skýrðihonum samstundis frá því, að hundur þessi hefði verið í eigu skotliða nokkurs, en hefði horfið frá hon- um fyrir nokkrum dögum. Hann sagði ennfremur, að skotliði þessi, ásamt herdeild sinni væri nú kom- inn áleiðis til Þýzkalands, og hefði hann nú símað á lögreglustöðina og spurst fyrir um hundinn. „Já, þetta er mesta vandamál," mælti lögreglufulltrúinn. „Skotlið- inn vill fyrir hvern mun fá hund- inn fyrir jól, svo að hann geti haft hann hjá sér um hátíðina, en nú er engin bílferð og engin lest geng- ur fyrir þann tíma, svo að ég veit ekki hvernig við eigum að koma hundinum til hans.“ Óli varð mjög hugsi. Hann átti í miklu stríði við sjálfan sig um, hvað hann ætti að gera. Það væri sannarlega gaman að fá að hafa hundinn hjá sér um jólin, hins veg- ar fannst honum það vera skylda sín að koma hundinum til eig- anda síns, en þá myndi hann missa af snjómokstrinum og þeim tekj- um, sem hann gaf af sér. En Óli tók ákvörðun sína í skyndi. „Á ég að segja yður nokkur — herra Holm“ — mælti hann. „Ég held, að ég treysti mér til að koma hundinum til eiganda síns, áður en áætlunarferjan fer til Þýzkalands, svo að hann geti haft hann með sér heim. Ég sit ekki fastur í sköfl- unum eins og bílarnir.“ „Jæja, þú ert knár, karlinn minn, og ég held, að ég hefði einn- ig gert þetta sama, ef ég hefði ver- ið í þínum sporum. En heldurðu að móðir þín leyfi þetta“ „Ja, það er nú vafamál. Ég á eft- ir að bera út svo mikið að hreinum þvotti til viðskiptamannanna, og það verður að gerast á morgun, en ef til vill----------“ „Nú dettur mér nokkuð í hug ---------ég fer með þér til móður þinnar og við reynum að koma þessu í lag. Við ættum þó alltaf að geta fengið einhvern sendil í þinn stað, og Þjóðverjinn greiðir auð- vitað þann kostnað með ánægju, og svo reynir þú að koma hundin- um til hans áður en ferjan fer til Þýzkalands.“ Þetta gekk allt að óskum. Eftir eina klukkustund var herra Holm búinn að síma til Þjóðverjans og segja honum, að hann myndi fá hundinn eftir þrjár til fjórar klukkustundir, og mundi þá sennilega geta náð ferjunni til að komast heim til sín fyrir jól. En herra Holm var heldur ör á loforðum. í venjulegu færi hefði það að vísu verið hægðarleikur að fara þessa leið á þremur til f jórum stundum, en eins og veðrið var nú, varð Óli að brjótast áfram skref fyrir skref, og þótt hundurinn væri ekki þungur, munaði þó

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.