Vorið - 01.03.1944, Qupperneq 29

Vorið - 01.03.1944, Qupperneq 29
VORIÐ EIRÍKUR SIGURÐSSON: Góðtemplarareglan á Islandi 60 ára. Nú eru liðin 60 ár síðan Góðtemplarareglan hóf starf sitt á íslandi. Fyrsta stúkan var stofnuð á Akureyri — stúkan „ísafold“, — og starfar hún enn. Fyrir ötula forgöngu brautryðjend- anna breiddi Reglan brátt lim sitt yfir allt landið, eins og tré, sem rennur upp úr góðum jarðvegi. Aðalmarkmið Reglunnar er að útrýma áfengisnautn úr landinu og því böli, sem henni fylgir. Regl- an er byggð á bræðralagshugsjón ekki annað en þakka Óla aftur og aftur, og þegar þeir komu niður að höfninni, leiddi hann Óla inn í eitt hornið á litlu póststofunni, til þess að endurtaka þakklæti sitt þar. Að endingu stakk hann þremur bankaseðlum í lófa hans, síðan kvaddi hann alúðlega, rétti honum hundinn í kveðjuskyni og hvarf síðan upp landgöngubrúna og út í ferjuna. Eftir tvær mínútur lagði ferjan frá landi, en þá var Óli búinn að sjá, hvað það var, sem þessi góði Þjóðverji hafði lagt í lófa hans — — þrír tiu krónu seðlar — — þrjátíu krónur — það var nægi- legt til að greiða hundamerki í þrjú ár! kristindómsins, og vill hjálpa hverjum veikum bróður, sem hef- ur villst af leið. Hún hefur líka gef- ið margri konu manninn sinn aft- ur og mörgu barninu týndan föð- ur. Reglan er sterkur og vel skipu- lagður félagsskapur. Hún telur um 10 þús. félaga eldri og yngri hér á landi. Enda hefur hún unnið að mörgum mannúðar- og menn- ingarmálum, bæði fyrr og síðar. Og Óli reyndi að kalla fram á ferjuna og þakka þessi höfðinglegu laun, en í sama bili flautaði ferjan, og litlu síðar stóð Óli aleinn á hafnarbakkanum, glaður og bros- andi á milli allra vörukassanna. En nú sneri hann við og hélt heimleiðis. Nú stóð vindurinn í bakið, og nú varð allt auðveldara. Nú gat hann líka heilsað hinu nýja ári áhyggjulaus. Nú átti hann Kát með réttu — og á morg- un komu jólin, þá ætlaði hann að binda merkið um háls hans. Eins og hraustur sigurvegari hljóp nú Óli heim. Hann var að vísu þreytt- ur, en gleðin yfir unnum sigri gerði honum þó heimförina létta. H. J. M. endursagði.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.