Vorið - 01.03.1944, Síða 30

Vorið - 01.03.1944, Síða 30
V O R I Ð 2<) Húsið Aðalstræti 4(i á Akurcyri. f þcssu húsi var Góðtemplararcglan á íslandi stofnuð 10. janúar árið 1884. En sú deild Reglunnar, sem börnin þekkja bezt, eru barna- stúkurnar. Það er fjölmennasti barnafélagsskapur hér á landi. Hinn 1. febr. 1943 voru starfandi hér 53 barnastúkur með 5425 félögum. Það er myndarlegur hóp- ur. I barnastúkunum læra börnin að starfa saman í félagsskap og temja sér góða siði. Þau læra þar um skaðleg áhrif eiturnautnanna og hvers virði það er að lifa heil- brigðu lífi. Fjöldi karla og kvenna víðs- vegar um land leggur á sig mikið starf til að leiðbeina börnunum í barnastúkustarfinu. Fyrir alla þá fyrirhöfn fá þeir ekki annað en þá gleði, sem það veitir að vera sér þess meðvitandi að vinna gott verk. Ég trúi því, að þau fræ, sem þar er sáð, eigi eftir að bera ávöxt á sínum tíma. En hvernig geta þá börnin bezt launað það, sem barnastúkurnar gera fyrir þau. Því er fljótsvarað. Með því að vera trúr og skyldu- rækrúr félagar unglingareglunrtar, og halda svo áíram að starfa í Reglunni, þegar þau vaxa upp úr harnastúkunni sinni. Á þann hátt geta þau bezt unnið fyrir þá fögru hugsjón að útrýma eiturnautnun- um úr landinu. Á þessu hátíðarári Reglunnar, ættu sem flestir ungtemplarar að strengja þess hei.t, að verða enn duglegri starfsmenn fyrir Regl- una, en eldri kynslóðin hefur verið. Það heit er verðugt heilbrigðri æsku, enda nóg verkefni á þeim vettvangi fyrir starffúsar hendur,

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.