Vorið - 01.03.1944, Qupperneq 31

Vorið - 01.03.1944, Qupperneq 31
V O R I Ð „Á morgun byrjar skólagangan. Margir dagar langir. Mun þá betra að kunna eitthvað talsvert íyrir sér, því sagt er að þeir kennararnir séu nokkuð strangir, og sumir fara í tossabekkinn, skal ég segja þér. En þangað fer ég elcki, því þar er slæmt að lifa, og því er ég að æfa mig í námsgreinunum enn, en þeir, sem kunna að reilcna og líka að lesa og skrifa, lærðir eru taldir og þykja fínir menn. Það er sagt að kennurunum þyki vænt um drengi, sem þægir eru og prúðir og lesa og skrifa rétt, en hinir þykja slæmir, sem latir eru og lengi að læra vel þau fræði, sem þeim er fyrir sett. Nú hætti ég að skrifa. Sko, þetta er laglegt letur! Lízt þér skriftin vera sæmilega fín? Ég efast um að kennararnir kunni að skrifa betur. Þá kem ég bara aftur til þín, Didda litla mín". H. J. M.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.