Vorið - 01.06.1944, Side 4

Vorið - 01.06.1944, Side 4
V O R I Ð SELMA LAGERLOF: r I must (NiSurlag). En nú hagaði atvikum svo, að í skrautlegu súlnahöllinni, þar sem drengurinn litli sat, voru dómar- arnir í ráðinu mikla saman komn- ir, til þess að kveða upp lög og rétt meðal fólksins. Öll súlnagöng- in voru full af fólki, sem kvartaði um landeigna- og fénaðar-rán og viðskiptapretti. Meðal annarra kom þar ríkur maður í síðum purpuraklæðum og stefndi fátækri ekkju fyrir rétt- inn; hann kvað hana eiga sér van- greidda nokkra sekla silfurs. Ekkj- an barmaði sér og sagði, að auð- maðurinn beitti sig órétti. Hún væri búin að greiða honum skuld sína einu sinni; nú ætlaði hann að neyða hana til að greiða hana aft- ur, en þess væri hún ekki megnug. Hún væri svo fátæk, að ef dómar- arnir dæmdu hana til að greiða skuldina, yrði hún að selja auð- manninum dætur sínar til þræl- dóms. Sá, sem efstur sat í dómarasæti, sneri sér að auðmanninum og mælti: „Treystir þú þér til að vinna eið að því, að þessi fátæka ekkja sé ekki búin að greiða þér féð?“ Auðmaðurinn svaraði: „Herra, erinu. ég er maður auðugur af fé. Hví skyldi ég krefja þessa fátæku ekkju f jár ,ef ég ætti það ekki með réttu? Ég sver þér: svo sannarlega sem enginn kemst nokkru sinni gegnum hlið réttlætisins, svo sann- arlega skuldar þessi kona mér þá fjárhæð, sem ég kref hana um.“ Þegar dómararnir heyrðu eið- inn, trúðu þeir framburði auð- mannsins og dæmdu honum dæt- ur ekkjunnar sem ambáttir. Drengurinn litli sat álengdar og heyrði hvað fram fór. Hann hugs- aði með sér: Ó, hvað ég óska þess, að einhver fái komizt gegnum hlið réttlætisins! Auðmaðurinn sagði áreiðanlega ekki satt. Og bágt á aumingja konan, að verða að láta hann fá dætur sínar fyrir ambátt- ir. Hann stökk upp á stallinn, sem stoðirnar stóðu á, og horfði gegn- um rifuna milli þeirra. Ó, að það væri hægt! óskaði hann. Hann kenndi svo í brjósti um fátæku ekkjuna. Nú hugsaði hann ekki um það, að sá, sem kæmist gegnum hliðið, væri réttlátur og syndlaus. Honum var allt um það að gera, að komast það vegna fá- tæku konunnar.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.