Vorið - 01.06.1944, Side 5

Vorið - 01.06.1944, Side 5
VORIÐ 35 Hann setti öxlina í hvylftina milli stoðanna, eins og til að reyna fyrir sér. í sama bili varð öllum, sem stóðu í súlnagöngunum, litið að hliði réttlætisins. Því að það drundi í hvelfingunni og hvein í gömlu stoðunum, og þær þokuðu til hliða, önnur til hægri en hin til vinstri, og bilið varð nóg til þess, að grannvaxni drengurinn komst milli þeirra. Þetta vakti hina mestu undrun og fát meðal fólksins. í fyrstu kom enginn fyrir sig orði. Allir stóðu og störðu á litla drenginn, sem gert hafði hið mikla furðuverk. Elzti dómarinn náði sér fyrst. Hann kallaði, að grípa skyldi auðmann- inn og draga hann fyrir dómstól- inn. Og hann dæmdi hann til að láta af hendi til ekkjunnar aleigu sína, fyrir að hafa svarið rangan eið í musteri drottins. Þegar málinu var lokið, spurði dómarinn eftir drengnum, sem far- ið hafði gegnum hlið réttlætisins; en þegar farið var að litast um eft- ir honum, var hann horfinn. Því að þegar stoðirnar þokuðu fyrir honum, var sem hann vaknaði af draumi, og minntist hann þá for- eldra sinna og heimferðarinnar. — Nú verð ég að flýta mér, svo að þau þurfi ekki að bíða mín, sagði hann við sjálfan sig. En hann vissi það ekki, að hon- um hafði dvalizt svo lengi við stoð- irnar. Hann hélt að hann hefði ekki verið þar nema fáeinar mín- útur, og því hugði hann sig hafa tíma til að líta snöggvast á para- dísarbrúna. Hann hraðaði sér gegnum mann- þyrpinguna, unz hann kom að gjánni í musterisgarðinum. En þegar hann sá sverðið, sem lagt var yfir gjána og hugsaði til þess, að sá, sem gengið gæti yfir þessa brú, ætti vísa vist í paradís, fannst honum hún vera hið dá- samlegasta, sem hann hafði aug- um litið. Og hann settist á gjár- barminn og virti fyrir sér sverðið. Hann sat og velti því fyrir sér, hve fagurt mundi vera í paradís, og hve gjarna hann vildi komast yfir brúna. En hann sá að það var ógerningur — ekki til þess að hugsa. ' í þessum hugleiðingum sat hann tvær stundir, en vissi ekki hvað tímanum leið. Hann hugsaði ein- göngu um paradís. En svo var háttað, að við gjána var stórt fórnaraltari, og umhverf- is það gengu prestar í hvítu líni, sem gættu eldsins og tóku við fórnargjöfum. I garðinum voru og margir fórnfærendur og fjöldi ann- arra manna, er aðeins voru áhorf- endur við fórnarathöfnina. Þar kom aldraður maður og bar lamb, lítið og rýrt og þar á of- an vargbitið. Maðurinn færði prestunum lambið, og óskaði að mega fórna því, en þeir neituðu. Þeir sögðu að ekki kæmi tilmálaaðbjóðadrottni svo vesæla fórn. Öldungurinn bað

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.