Vorið - 01.06.1944, Síða 8
38
V O R I Ð
voldugur konungur, heldur vegna
þess, að með því mundi hann geta
hjálpað manninum, sem var í
nauðum staddur.
Og hann þreif báðum litlu hönd-
unum um lúðurinn, eins og til að
reyna, hvort hann gæti valdið
honum.
Og hann fann, að lúðurinn lyft-
ist sjálfkrafa upp að vörum hans.
Og af andardrætti hans söng hátt
og snjallt í lúðrinum, svo að undir
tók í öllu musterinu.
Öllum varð litið þangið, og sjá:
ofurlítill drenghnokki stóð með
lúðurinn við munn sér og seiddi úr
honum tóna svo sterka, að hvelf-
ingar og súlur nötruðu!
Þeir, sem reitt höfðu til höggs
við unglinginn, létu nú hendur
falla máttlausar, og vitringurinn
mælti við hann:
„Kom þú og seztu hér við fæt-
ur mér sem áður. Guð hefur gjört
kraftaverk til þess að sanna mér,
að það er hans vilji, að þú fræðist
um kenningu hans.“
★
Það var komið kvöld. Heim
veginn til Jerúsalem kom maður
og kona og gengu hratt. Þau virt-
ust mjög áhyggjufull og óróleg, og
þau kölluðu til allra, sem þau
mættu: „Sonur okkar hefur villzt
frá okkur. Við héldum að hann
hefði orðið samferða einhverjum
ættingja okkar eða nágranna, en
enginn þeirra hefur séð hann. Hef-
ur einginn ykkar mætt litlum ein-
mana smádreng?“
Þeir, sem komu frá Jerúsalem,
svöruðu: „Nei, son ykkar höfum
við ekki séð; en í musterinu sáum
við yndislegt barn. Það var eins og
engill af himnum og það gekk
gegnum hlið réttlætisins.“
Og svo var þeim mikið niðri
fyrir, að þeir hefðu gjarnan viljað
skýra nánar frá þessu; en hjónin
gáfu sér ekki tóm til að hlýða á
það.
Þegar þau höfðu gengið enn um
hríð, mættu þau öðrum hóp
manna og spurðu hins sama.
En komumenn gátu eigi um
annað talað, en engilfagurt barn,
er þeir höfðu séð í musterinu, og
gengið hafði paradísarbrúnina.
Og gjarnan hefðu þeir staðið
fram á nótt og talað um barn
þetta, en hjónin gáfu sér ekki
tíma til að hlusta á það, en hröð-
uðu sér sem mest til borgarinnar.
Þau gengu fram og aftur um
stræti borgarinnar, en fundu ekki
barnið. Loks varð þeim reikað
fram hjá musterinu.
Þá mælti konan: „Fyrst við er-
um nú hingað komin, þá skulum
við fara inn í musterið og sjá þetta
barn ,sem þeir segja af himnum
komið.“ Og þau fóru inn og
spurðu, hvar barnið væri.
„Gangið beint inn, þangað sem
meistararnir sitja með lærisvein-
um sínum. Þar er sveinninn. Öld-
ungarnir hafa látið hann setjast
hjá sér og spyrja hann, og hann
spyr þá; og öllum vekur hann