Vorið - 01.06.1944, Page 9

Vorið - 01.06.1944, Page 9
V O R I Ð 39 undrun. En allt fólkið stendur í musterisgarðinum ,til þess að fá að sjá hann, þó að ekki sé nema í svip, — hann, sem borið hefur lúð- urinn mikla að vörum sér.“ Hjónin ruddust nú gegnum mannfjöldann, og er þau sáu barnið, sem sat meðal lærifeðr- anna, kenndu þau þar son sinn. En þegar er konan sá hann, fór hún að gráta. Og drengurinn heyrði að ein- hver grét og þekkti, að það var móðir hans. Þá stóð hann upp og gekk til hennar, og foreldrar hans leiddu hann milli sín út úr muster- inu. En móðir hans hélt áfram að gráta, og drengurinn spurði: „Hví grætur þú, móðir mín? Eg kom þó strax, er ég heyrði til þín.“ „Hví skyldi ég ekki gráta?“ svaraði móðir hans. „Ég hélt að ég væri búin að missa þig.“ Þau héldu út úr borginni. Nátt- myrkrið færðist yfir — og enn hélt konan áfram að gráta. „Hví grætur þú, móðir mín?“ spurði drengurinn. „Ég vissi ekki að svo var orðið framorðið. Ég hélt að enn væri árla dags, og ég kom strax, er ég heyrði til þín.“ „Hví skyldi ég ekki gráta?“ svaraði móðir hans. „Ég var búin að leita að þér allan daginn, og ég hugði, að ég væri búin að missa þig.“ Þau héldu áfram alla nóttina, og alltaf grét konan. Þegar dagaði, mælti drengur- inn: „Hví grætur þú, móðir mín? Ég var ekki að afla sjálfum mér álits, heldur -lét guð mig gera kraftaverk, af því að hann vildi hjálpa þessum bágstöddu mönn- um. Og strax kom ég, er ég heyrði til þín.“ „Sonur minn!“ mælti móðir hans, „ég græt af því, að ég hef eigi að síður misst þig. Ég á þig nú ekki framar. Héðan af mun líf þitt verða barátta fyrir réttlætinu, löngun til paradísar og kærleiks- starfsemi til líknar þeim mörgu bágstöddu mönnum, er jörðina byggja.“ BJÖRN DANÍELSSON: Vorvísur. Þú íagra vor með vinda hjal og vötn er hvikul streyma, í öllum gljúfrum álfatal og ilm um skógargeima. Fagra vor, mín ást er öll í æsku vafin þína. Eg byggðir kveð og fer á fjöll og finn þar gæfu mína. Fagra vor, hve fangið þitt er fullt af ást og kynngi. Eg kneyíi full af geislaglóð hjá grænu berjalyngi.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.