Vorið - 01.06.1944, Side 12

Vorið - 01.06.1944, Side 12
V O R 1 Ð K. MAGLEBY SORENSEN: Lao Wang og musterispresturinn. (Saga frá Kína). Lao Wang var kínverskur drengur. Hann átti heima í þorpi einu langt inni í landi, við eitt af stórfljótum Kína. Faðir hans var efnaður bóndi, sem átti víðáttu- mikla maísakra. Lao Wang vildi einnig verða bóndi, því að það höfðu forfeður hans allir verið, langt aftur í tímann. Hann hafði líka fengið að vinna á ökrum föð- ur síns frá því, að hann var lítið barn. Frá því snemma á vorin, og þar til uppskeru var lokið á haust- in, hafði hann fengið að fylgjast með störfum fullorðna fólksins á ökrunum. Lao Wang hafði fundizt þetta starf allt eins og nokkurs konar hátíð. En nú var hann hryggur, og honum leið ekki vel. Hann var að verða 12 ára, og vissi, að þetta var síðasta árið, sem hann átti áð fá að vera heima. Faðir hans hafði lofað að gefa hann guði, til þjón- ustu við hið stóra og skuggalega musteri á hæðinni fyrir utan þorp- ið. Hann átti að menntast í þeirri grein, og verða seinna munkur eða musterisprestur. Það voru ömur- legar framtíðarhorfur fyrir Lao Wang, sem þráði það eitt að mega verða bóndi, en nú átti að loka um stjórnvölinn. En nú var hand- takið heimskulegt og óvisst. Bátur- inn rann við, sneri hliðinni að landi, og rétt í því, að hann tók niðri, hvolfdi honum og allt fór í sjóinn. Jón litli náði í pabba sinn og hjálpaði honum á fætur, og há- setarnir rumskuðu við dýfuna og skriðu upp í fjöruna. En báturinn brotnaði og allar vörurnar fóru í sjóinn, og stórskemmdust, eða hurfu með öllu. En Jóni litla hafði tekizt að koma mönnunum lifandi á land. Heimkoman var dapurlegri en skyldi. Allarvörurnar stórskemmd- ar eða horfnar, og báturinn brot- inn. Þessu hafði áfengið áorkað. En Jón strengdi þess heit að smakka aldrei áfengi og það heit efndi hann. Og er hann á gamals aldri sagði þessa sögu nokkrum drengjum, bætti hann við: „Hafið mín ráð, drengir, og látið áfengið aldrei tæla ykkur. Það er óhamingju- brunnur.“

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.