Vorið - 01.06.1944, Page 16

Vorið - 01.06.1944, Page 16
V O R I Ð Örn rændi barni, í Reykjavík er öldruð kona að nafni Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Hún hefur orðið fyrir þeirri merki- legu reynslu, að þegar hún var tveggja ára gömul, rændi örn henni. Sjálf lýsir hún atburðinum á þessa leið: — Eins og gefur að skilja, man ég ekkert eftir þessu sjálf. En mamma mín sagði mér oft frá þessu. — Ég er fædd þ. 15. júlí 1877, en mun hafa verið rétt um það bil tveggja ára, þegar þetta gerðist. Foreldrar mínir áttu heima á Skarði á Skarðsströnd, faðir minn, Eyjólfur Eyjólfsson, var ráðsmað- ur hjá ekkju Kristjáns Skúlasonar, kammerráðs, Ingibjörgu Ebenez- ardóttur. En móðir mín, Matthild- ur Matthíasdóttir, var þar í hús- mennsku að kallað var. Þegar Lao Wang kom heim, heyrði hann á samtal foreldra sinna: „Heldur þú að presturinn hafi í raun og veru ætlað að stela korni?“ spurði móðir hans. „Ég veit það ekki.“ „Ef svo er, langar mig ekki til, að sonur minn gangi í þjónustu hans.“ „Ég er búinn að hugsa þetta mál. Það er bezt að sonur minn fái vilja sínum framgengt og verði bóndi.“ (H. J. M. þýddi). Móðir mín hafði farið niður að á til að þvo þvott. Var brekkuhall niður að ánni, þar sem þvottastað- urinn var. En skammt fyrir ofan var hvammur og uxu blóm þar innan um hvannir. Þetta var í tún- inu á Skarði. Móðir mín skildi mig eftir í hvannstóðinu, er hún fór að fást við þvottinn, taldi mig óhultari þar, fjarri vatninu. Allt í einu heyrir hún, að ég rek upp hræðsluóp, en örn.er kominn yfir mig, þar sem ég sat við að tína blóm. Skipti það engum togum, að örninn hefur sig upp og flýgur með mig í klónum hátt í loft upp, en ekki heyrðist til mín nema rétt sem snöggvast. Hefur strax liðið yfir mig. í fyrstu flaug örnin afar hátt þarna yfir. Er sem hann hafi viljað komast sem hæst strax, til þess að hann kæmizt á ákvörðunarstað, þó að honum dapraðist f lugið er f rá liði. En vitanlega var ætlun hans að koma mér upp í arnarhreiður, sem var í f jallinu fyrir ofán Kross. í Krossfjalli höfðu arnarhjón átt sér hreiður í mörg ár og alið þar upp unga sína. Gerðu ernir þessir oft óskunda meðal alifugla á Skarði, man ég, þegar ég var þar seinna um tíma, á tíu ára aldri. Nú víkur sögunni til fólksins á Skarðstúninu, er þar var við hey- skap. Þaut hver af stað, sem betur gat, til þess að reyna að komast í

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.