Vorið - 01.06.1944, Síða 21
VORIÐ
51
sér fyrir úrbótum? Það eruð þið,
sem nú eruð að vaxa upp við betri
lífsskilyrði en flestar eða allar aðr-
ar kynslóðir íslenzkrar æsku hafa
átt að fagna. Þið, sem gangið í
góða skóla, þið, sem njótið góðra
blaða, bóka og tímarita, auk hollra
áhrifa æskulýðsfélaga; það eruð
þið, sem verðið að temja ykkur að
skoða allt lágt og óheiðarlegt neð-
an við virðingu ykkar. Við skulum
taka dæmi. Það er ósamboðið virð-
ingu skólaæskunnar að notfæra
sér, að búðarfólk gefur stundum
ofmikið til baka af gáleysi í flýti.
Takir þú, lesandi minn, eftir því,
þá áttu auðvitað að vekja athygli
hlutaðeiganda á mistökunum í
kyrrþey og skila peningunum, sem
þér voru ofborgaðir, í stað þess að
hælast um við félaga þína. Það er
neðan við virðingu þína. Ég tala
nú ekki um, ef reynt er að nota
tækifærin til að ná hlutum úr búð-
um, án þess að borga þá. Það er
réttu nafni nefnt þjóinaður. Það
er líka fyrir neðan virðingu ykkar,
að skila eigi því, er þið finnið, ef
unnt er að hafa upp á eigandan-
um. Ég tala nú ekki um, ef það
kynni að henda einhvern að rífa
merki af fundnum hlut, eða að gera
hann óþekkjanlegan í þeim til-
gangi að geta notað hann hættu-
lítið. Það er bæði óskilvísi og
þjótnaður. Og svo að síðustu þetta
til barnanna, sem ganga í skóla:
Hugsið vandlega út í það, hve af-
skaplega það er langt neðan við
virðingu ykkar, ef eitthvert barn
notar útgönguleyfi, sem því er gef-
ið úr kennslustund, til að leita í
kápuvösum í fatageymslunni að
aurum og sælgæti—tilaðhnupla!
Ljótt, ljótt! Þá færist íslenzkri
æsku öðruvísi en rússnesku ekkj-
unni. Mikill væri munurinn og ís-
landi sannarlega til lítillar sæmd-
ar.
„Hugsa um það helzt og fremst,
sem heiðurinn má næra“.
Leiðréttingar:
í kvæðinu Systkinarabb hafði fallið
burtu orð úr 2. línu síðasta erindis, og á
hendingin að vera svona: Lízt þér ekki
skriftin vera sæmilega fín. — Þá hafa
þau leiðinlegu mistök orðið, að á káp-
una hefur misprentast 9. árgangur, en á
að vera 10. árgangur. Þetta eru kaupend-
ur beðnir að leiðrétta.
Kaupendur úti á landi eru beðnir að
senda greiðslu til Hannesar J. Magnús-
sonar, en kaupendur á Akureyri greiði
til Eiríks Sigurðssonar.
KAUPENDUR! Munið að gjalddagi
„Vorsins" er 1. maí.
---o---
Pétur leit í „Kvöldblaðið“ og las þar
andlátsfregn sína, sér til mikillar skelf-
ingar. Hann flýtti sér að síma til Hans
vinar síns og sagði: ,,Hefur þú séð það í
blaðinu, að ég er dauður?“
„Já,“ sagði Hans og kom fát á hann,
— „en hvaðan talarðu?"
-----o-----
Barnfóstran: „Barnið var allt í einu
horfið."
Húsfreyjan: „Því í ósköpunum leitað-
irðu ekki til lögregluþjóns?"
Barnfóstran: „Nú, ég var hjá einum
allan tímann.“