Vorið - 01.06.1944, Síða 30

Vorið - 01.06.1944, Síða 30
60 V O R I Ð fyrir breytni sína og vildi að eng- inn sæi sig. Hann sá móður sína tárfella, þegar presturinn minntist á glataða soninn. Hann gekk siðan út úr kirkjunni. Hann tók eftir litlum miða, sem hékk á kirkju- hurðinni. A honum stóð: „Fundur verður haldinn í templarafélaginu Eikin í kvöld, kl. 8. Inntaka nýrra félaga“. Hann leit á klukkuna. Hún var hálf átta. Hann gekk hugsi frá kirkjunni. Eftir tíu mín- útna göngu kom hann að húsi. A það var fest skilti, sem á var letr- að: I. O. G. T. Hann gekk þar inn og, er hann kom út, var hann orð- inn góðtemplari og smakkaði aldr- ei áfengan drykk upp frá því, en bjó með móður sinni og ræktaði jörðina. Geir S. Jónsson, Ak. HLYNUR: JÁTNING FARMANNSINS. Þótt menn fari um allar áliur, ótal margt þar fagurt sjái, vér aldrei lítum óskalandið, er oss heima dreymdi stundum. Alltaí lengra um borg og bæi, um blómleg héruð, fjöll og sléttur. Enn ei íinnst þó óskafrónið. Afram, burt um nýjar slóðir. Er við lítum eitthvað fagurt, er sem vanti í svipinn nokkuð. Er það svipur svartra fjalla og snævarins heima? Getur verið. Nei, nei, alltaf lengra, lengra um ljúíu, fögru suðurhöfin. En íjarlægt Island alltaf skipar í okkar hugum stærsta rúmið. Loks við þreytumst. Er þá ekki allur heimur fegri en þetta? I huga lítum háu fjöllin heima í dalnum, björt og fögur. Grónar hlíðar, grænar sléttur, gljáskyggnd vötn í sólarljósi, fossinn gamla í gljúfri þröngu, glóa snjó á vetrardegi. Og að lokum eyjan hvíta okkur beint í faðm sinn leiðir. Asýnd hennar aldrei gátum úr okkar hugum burtu numið. Yfir brimiúfna hafið aftur siglum fjarst til norðurs. Ei í suðurs sólarlöndum sanna gleði og unað fundum. Og að lokum Island fríða upp úr hafi rís og skýrist. Jöklar sindra í sólarljósi, við sjáum bæi standa i hlíðum. Faðm sinn móðir bjartan breiðir blítt á móti sonum villtum. Eftir langa leit við fundum loksins drauma og óskafrónið. Þetta kvæði er eftir 14 ára dreng, sem ekki vill láta nafns síns getið, en hann á heima í einum af hinum íslenzku, afskekktu fjalla- dölum. í bréfi til mín getur hann þess, að sér sé það ljóst, að kvæðið sé viðvaningslegt, enda sé það frumsmíð. Ennfremur segir hann: „Eg vil geta þess, að ég orti þessi kvæði (hann sendi annað til, sem síðar mun birtast) ekki í ró og næði í hlýju herbergi, heldur var ég að hirða um skepnur. Dala- bóndinn og börn hans eiga fáar

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.