Vorið - 01.12.1945, Page 4
98
V O R I Ð
vöktu hjarðmenn hérna,
en hjörðin svaf og lá. —
Þá opnaðist helgur himinn guðs,
en hjarðmenn skelfdust þá. —
Komdu nær mér, barnið mitt!
Ég kveða skal við þig.
Reyndu að gleyma kuldanum —
og guð blessi þig.
Já, hjarðmennina, hjartað mitt,
hræðslan sótti á.
En undurfagur engill
ávarpaði þá:
„Óttist eigi! Feginsfregn
flyt ég, gleymið sorgi.
Fæddur er drottinn Kristur
í Davíðsborg."
Jafnskjótt engla helgur her
hóf upp dýrðar óð.
Þau gleymast ei að eilífu
englanna Ijóð.
„Dýrð sé guði í hæstri hæð."
hersveit Ijóssins söng. —
Við skulum taka undir
þann inndæla söng. —
•
Þér skal hlýna, hjartað mitt.
Herrann fæddur er.
Guð og Kristur geymi þín.
Þá grandar ei kuldinn þér!