Vorið - 01.12.1945, Page 6
100
VORIÐ
kristniboðshúsið. Nonni skimaði
eftir Andrési.
„Gott kvöld. Nú, þú ert þá kom-
inn.“ Það var Andrés, sem heilsaði.
Svo tókust þeir fast í hendur. En
livað Andrés var orðinn sterkur!
Nonni fann svo til í hendinni, að
honum lá við að liljóða.
Þeir virtu jólatréð fyrir sér í
hrifningu. En hvað það var fallegt!
Kennarinn í sveitinni bauð alla
velkomna og las jólafrásöguna. All-
ir sátu hljóðir og hlustuðu. Svo var
gengið liringinn í kringum jólatréð.
Andrés söng með fullum rómi, en
Nonni kom sér ekki að því og
glápti bara á hann.
Á eftir söngnum las kennarinn
eina sögu áður en veitingarnar
komu. Sagan hét „Samvizkubit“.
Hún var um mann, sem Itafði stolið
tVeim krónum frá1 félagji sínum
einu sinni, þegar hann var lítill
drengur. Hann vissi, að það var
ljótt, en liann gat ekki staðið á móti
freistingunni. Honum leið illa
strax á eftir. Hugsunin um þjófn-
aðinn kvaldi hann daglega. Oft
langaði liann til að játa þetta fyrir
félaga sínum, en fékk sig ekki til
þess. Þegar ltann varð fullorðinn,
fór hann til Ameríku. En hann
gleymdi því ekki, sem hann hafði
rangt gert. Samvizkubitið kvaldi
hann seint og snemma, svo að hann
leit aldrei glaðan dag. Að síðustu
gat hann ekki þolað þetta lengur.
Hann skrifaði félaga sínum, skýrði
frá, hvað hann hefði gjört, og sendi
honum peningana með vöxtum, og
þá fékk hann fyrst sálarró. Félagi
hans skrifaði honum aftur hlýlegt
bréf, og þá var allt gott.
Af þessari sögu mætti margt læra,
sagði kennarinn. I fyrsta lagi mætti
enginn taka neitt frá öðrum. í öðru
lagi ætti aldrei að draga að segja
frá, ef einhverjum hefði orðið eitt-
livað á í þessu efni. Nú bað hann
alla að hugsa sig vel um. Ef einhver
hefði samvizkubit, þá væri bezt að
friða sjálfan sig sem allra fyrst, en
draga það ekki eins lengi og maður-
inn í sögunni.
Nonni hafði hlustað á söguna
með vakandi athygli. En þegar
kennarinn bað liann að hugsa sjálf-
an um þetta, varð Nonna þungt fyr-
ir brjósti. Hann hafði dálítið á sam-
vizkunni. Hann hafði bara gleymt
Jtví. En nú stóðu Ijóslifandi fyrir
lionum allir steinarnir og mölin,
sem hann hafði tekið frá vegagerð-
armönnunum í sumar, þegar þeir
voru að leggja veginn. Það var
sennilega ennþá verra en þessar
tvær krónur. Og hann hafði vitað,
að þetta var rangt. Þess vegna hafði
hann alltaf sótt þetta á kvöldin,
eftir að vegagerðarmennirnir voru
hættir.
Að hann skyldi gera þetta! En
þegar hann sá nýja veginn, langaði
hann sjálfan til að leggja veg frá
svaladyrunum og að eldiviðarskvl-
inu. Þarna var alltaf svo blautt, svo
að það gæti verið gott að fá þar
góðan veg. Nti hafði hann séð,