Vorið - 01.12.1945, Page 8
102
V O R 1 Ð
segja honum frá öllu saman um
grjótið og mölina? Það var löng
leið, meira en liálf míla. En hann
mátti til, enda var hann vel einfær
um að komast það.
En ef verkfræðingurinn hringdi
nú í sýslumanninn? Þá mundi liann
verða sóttur og settur í fangelsið.
Hvað mundi mamma lians þá segja?
Og Magga og stelpurnar í Nýjabæ
og allir, sem hann þekkti? Og Andr-
és? Honurn hafði hann nú alveg
gleymt. Þetta var svo þungbært, að
það var ekki hægt að liugsa um það.
En ef liann bæði nú guð að hjálpa
sér hjá verkfræðingnum. Þá mundi
það ef til vill ganga betur. Það var
þó leið. Hann skyldi byrja strax og
biðjast fyrir í alla nótt. Og strax
með birtu á morgun gæti hann svo
farið til verkfræðingsins.
„Nonni! Nonni! Vaknaðu nú!“
Magga stóð við rúmið og tók í
handlegginn á honum. Drengurinn
svaf svo fast, að ekki ætlaði að tak-
ast að vekja liann. „Þú verður að
vakna, Nonni. Það er komið langt
fram á dag.“
„Hvað segirðu?“ Nonni þaut upp
og glaðváknaði. „Hvers vegna hefur
þú ekki vakið mig fyrr?“ Honum
flaug strax í hug ákvörðunin frá
kvöldinu áður. Nú varð hann að
flýta sér að komast af stað áður en
liann nrissti kjarkinn.
.Magga hafði sett mat handa hon-
um á borðið. Hún bjó um rúmið
hans,. með'an . liann . borðaði. Svo
fór hún í kápu og ætlaði upp að
Nýjabæ.
„Ég kem bráðlega altur,“ sagði
luin blíðlega.
„Það liggur ekkert á,“ svaraði
Nonni. ,,Þú mátt vera burtu í allan
dag.“
Magga fór, og stuttri stundu síðar
liélt Nonni burt í öfuga átt.
Það var skerandi kalt, en Nonni
fann ekki til kulda. Hann gekk svo
hratt, að honum var dúnheitt. Síð-
asta spölinn al leiðinni fékk hann
að sitja á sleða hjá ókunnugum
manni. Þá kólnaði honum, en hvað
gerði það til, ef honum miðaði vel
áfram. Hara að liann Iiitti nú verk-
fræðinginn Iieima. Jú, þarna kom
hann einmitt gangandi á veginum
fyrir neðan húsið sitt. Nonni gaf
sér ekki tíma til að biðja manninn
að stöðva hestinn, en stökk niður úr
sleðanum, kom niður í snjóskafl.
reis strax upp og gekk beint á móti
verkfræðingnum. Hann hafði ákaf-
an hjartslátt. En hann mundi, hvað
kennarinn liafði sagt í gær.
„Komið þér sælirl" Nonni þreif
ofan húfuna og hneigði sig djúpt
og virðulega.
„Komdu sæl!! Hver ert þú!“
Verkfræðingurinn var víst í góðu
skapi, því að hann brosti og var
ennþá blíðari en í sumar.
„Ég lieiti Nonni. Þér sáuð mig í
sumar, þegar þér byggðuð veginn.
Ég á lteima í litlu húsi skammt frá
Nýjabæ."
„Já, það er rétt. Nú þekki ég þig'.