Vorið - 01.12.1945, Síða 9

Vorið - 01.12.1945, Síða 9
VO RIÐ 103 l’að varst þú, sem halðir svo mikinn álmga á vegagerðinni. Hvert er er- indið?“ „Mig langar til að tala við verk- fræðinginn," sagði Nonni og horfði niður í jörðina. „Jæja, viltu það. Gjörðu svo vel, og leystu frá skjóðunni." „Það er um alvarlegt efni." Nonni horfði enn niður í jörðina. „Jæja! Það er þá réttast, að við göngum inn á skrilstofuna." Nonni kinkaði kolli, og svo gengu þeir saman inn í luisið. Þeir komu inn í stórt herbergi. Þar stóð stórt borð á miðju gólli, en allir veggirnir voru þaktir kortum og . teikningum. Verkfræðingurinn vís- aði drengnum á stól og l’ékk sér sjálfur sæti á móti lionum. ,,Jæja, byrjaðu þá.“ Verkfræðing- urinn \ar að verða forvitinn. „Ég er kominn hingað til að losna við dálítið, sem h.vílir á sam- vizku minni,“ sagði Nonni og horfði 'einarðlegá í augu verkfræð- ingsins. „Jæja! Hvað er það þá, sem hvílir á samvizku þinni." „Grjót og möl.“ „Grjót og möl!“ „Já, það atvikaðist þannig, að mér varð það á að taka nokkur hlöss af stóru haugunum við nýja veginn í sumar." „Og hvað gerðirðu jtá við grjótið og mölina?“ Verkfræðingurinn var nijög undrandi. ,,Ég byggði veg frá svaladyrunum að eldiviðarskýlinu heima, því að þar er oft. svo blautt á vorin og haustin," sagði Nonni. „Nú, jæja —- þú hefur byggt veg. Því verður ])ú að segja mér frá.“ — Verkfræðingurinn var ekkert reið- ur. Hann var svo blíður í máli og brosti. Og svo sagði Nonni honum allt um veginn og frá grjótinn og möl- inni, sem hann ók á kvöldin í hjól- börunum sínum. Hann sagði hon- um líka um jólatrésskemmtunina og söguna, sem kennarinn las. Verkfræðingurinn sat lengi og horfði á Nonna og sagði ekkert.. Þá fór Nonni að verða smeykur. „Þii mátt samt ekki hringja í.sýslumann- inn,“ sagði hann. „Ef þú aðeins vilt fyrirgefa mér, jtá skaltu fá allt aftur undir eins og frostið fer úr jörð- inni.“ Verkfræðingurinn stóð upp. Hann gekk til Nonna litla og strauk yfir hár hans. ,,Guð blessi ])ig, drengur minn,“ sagði Iiann. „Gleymdu því aldrei. sem kennarinn sagði á skemmtun- inni í gær, og sem þú breytir svo fallega eftir í dag.“ „Þú ert þá ekkert reiðnr við mig?“ sagði Nonni. „Nei, það er ég ekki. Ég fyrirgef þér fúslega og gef þér bæði grjótið og mölina. í snthar ætla ég að heimsækja þig og skoða veginn þirin. Ég vona að þú hafir byggt hann rétt.“

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.