Vorið - 01.12.1945, Page 12

Vorið - 01.12.1945, Page 12
106 V O RIÐ manneskjur hafa af því að safna peningum." „Það er einkennilegt, að hún skuli búa þarna alein,“ sagði Lars. „Hún á víst enga ættingja“, mælti smiðurinn. „Er þá enginn, sem hjálpar henni neitt?“ spurði I.ars. „Nei, hún er líka ein af þeinr, sem ekki kærir sig um nein þæg- indi. Hún liefur t. d. hvorki viljað fá vatn eða rafmagn í kofann sinn. Heldur vill hún sækja vatnið í brunninn, og hún lætur sér nægja olíulampa eða þá bara kertaljós." Lars varð hugsi. A meðan hann var að sýsla við gamla hluti úr reið- hjóli, var hann stöðugt að hugsa um Mettu Katrínu. Það var leiðin- legt, hvað hún var einmana og hjálparlaus. Lars svaf í litlu lierbergi uppi á lofti. Þar sat hann hin löngu vetrar- kvöld og las í bókum sínum. Hann fór oft seint að hátta, en það var bótin, að í skammdeginu, þegar lít- ið var að gera í smiðjunni, mátti hann sofa klukkutíma lengur á morgnana. Lars var nú að lesa í „Bók upp- götvananna", sem hann hafði feng- ið lánaða frá skólabókasafninu. Það var orðið mjög áliðið. Hann hafði heyrt klukkuna niðri í stofu for- eldra sinna slá tólf, en hann gat ekki hætt að lesa. Allt í einu varð hann þess þó var, að hann var að verða eitthvað stirður af að sitja svona lengi lireyfingarlaus, það var líka ekki laust við, að honum væri farið að verða kalt. Hann stóð upp og gekk út að glugganum. Snjórinn lá eins og hvít ábreiða á húsaþökunum og jörðinni. Stjörnurnar tindruðu á dimmbláum himninum eins og þús- undir kertaljósa. Það var eitthvað hátíðlegt við slíkar vetrarnætur. Allt var kyrrt og hljótt. Allir voru í fasta svefni. Lars lauk glugganum upp og hallaði sér út í svalt vetrar- loftið.' En allt í einu rak hann upp lágt Idjóð af undrun. Þarna til hægri var himinninn eldrauður og varp- aði rauðleitum l)jarma á snjóinn. Hann gat ekki gert sér grein fyrir, hvar var að brenna, en það hlaut að vera kviknað í einhverju húsi niðri í þorpinu. Nú gaus eldurinn upp með nýjum krafti og neistaregnið þyrlaðist hátt í loft upp. Lars skellti aftur glugganum, greip luifuna sína og þaut út. „Eldur!“ kallaði hann við her- bergisdyr foreldra sinna. „Það er luis að brenna niðri í þorpinu!“ Svo hljóp hann eins og fætur toguðu niður í þorpið. Þegar þangað kom, sá hann, að það var kofinn hennar Mettu Katr- ínar, sem var að brenna. Lars vissi, að undir svona kring- umstæðum átti að gera slökkviliðs- stjóranum aðvart samstundis, og það átti að vekja bæjarbúa með því að hringja kirkjuklukkunum. En

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.