Vorið - 01.12.1945, Page 13
VORIÐ
107
kirkjan var í hinum enda þorpsins,
°g luis slökkviliðsstjórans var enn
lengi-a í burtu. Ef hann ætti að fara
þangað, myndi það taka að minnsta
kosti Itálfa klukkustund og ef til
viH enn lengri tíma að kveðja
brunaliðið á vettvang. En hann-gat
ekki betur séð en að kofajrakið
stæði allt í björu báli. Lars höfðu
nálega falli/t hendur af skelfingu,
og honum varð hugsað til vesalings
gömlu konunnar, senr ef til vill var
að verða logunum að bráð.
„Eldur!“ kallaði hann og hljóp
enn eins og fætnr toguðu. „Kofinn
hennar Mettu Katrínar er að
hrenna!"
Húsið lians Jörgens skósmiðs var
rétt í leiðinni, og þegar hann hljóp
kam hjá, kallaði hann inn um
gluggann:
„Eldur, eldur! Húsið hennar
Mettu Katrínar er að brenna!"
Síðan hljóp hann áfram eins og
keturnir gátu borið hann.
Loksins stóð hann rennandi
sveittur við útidyrnar. Hann íieyrði
sriarka í eldinum á þakinu og neist-
unum rigndi í allar áttir. Þrátt fyr-
lr frosthcirkuna var liitinn svo mik-
Hl hérna, að hann sveið í andlitið.
Eitt andartak stóð hann þarna
ráðalaus. Hvað átti hann að gera?
Hvað gat hann gert? Hann vissi það
ekki, en hitt vissí hann, að það væri
hörmulegt, ef gamla konan liði
kvalafullan dauða þarna inni örfá
skref frá honum, án þess að nokkur
gerði tilraun með að rétta henni
hjálparhönd.
Lars eyddi ekki nema örfáum
sekúntum í þessi heilabrot. Hann
hafði tekið eftir því, að minni eld-
ur var í austurendanum og eftir
andartak var hann kominn þangað
að stafnglugganum.
Hann barði harkalega með
krepptum hnefanum á rúðuna og
kallaði:
„Opnaðu, Metta Katrín! Metta
Katrín opnaði gluggann!“
En enginn svaraði, og það varð
ekki vart við nokkurt lífsmark
þarna inni.
Hann þreif þá í skyndi af sér
húfuna, vafði henni um krepptan
hnefann og mölvaði aðra rúðuna.
Því næst seildist hann til glugga-
króksins og lauk upp glugganum.
Þegar glugginn opnaðist, hentist
eitthvað rnjúkt og loðið út um
gluggann, rétt við andlit hans, og
hann heyrði vesældarlegt mjálm.
Þetta var kisa, sem fór nri að nudda
sér vinalega og biðjandi upp við
fætur hans.
Þetta benti til, að hann hefði
hitt á svefnherbergi Mettu Katrín-
ar, og á svipstundu hafði hann lyft
sér upp í gluggakistuna. Væntan-
lega hefði hún köttinn hjá sér á
næturnar. En það var einkennilegt,
að eldurinn virtist hafa komið upp
í þeim hluta kofans, sem ekki var
búið í, en aðeins eldiviðargeymsla.
Gamla konan hafði ef til vill farið
ógætilega með eldspýtu eða kerta-