Vorið - 01.12.1945, Page 22

Vorið - 01.12.1945, Page 22
116 ' VORIÐ Hann læddist hljóðlega burtu nótt eina og gekk viðstöðulaust í marga sólarhringa, þangað til hann loksins náði fundi keisarans. En það var einmitt í byrjun hinnar heilögu páskaviku. í augsýn hirðarinnar fleygði hann sér fyrir fætur keisarans og grátbað um fyrirgefningu. Keisarinn komst við af iðrun hans og mælti: „Megi gUð í himninum fyrirgefa mér syndir mínar, eins og ég fyrir- gef þér þínar." En hinn óhamingjusami maður gat ekki fyrirgefið sjálfum sér. Minningarnar um illvirki hans á- sóttu hann dag og nótt. Hann veikt- ist og dó skömmu seinna í sjúkra- húsi einu. í dögun þann sama morgun dreymdi lækninn í sjúkrahúsinu, sem hafði vakað yfir sjúklingnum, þangað til hann andaðist, að illir andar og englar berðust um sál lians. Höfðingi hinna vondu anda liéit á metaskálum í ltendi sér og lagði öll illvirki 'liins framliðna í aðra skálina og sýndi englunum með háðsbrosi, hvernig hún varð þyngri og þyngri og féll neðar og neðar, vegna þess að ekki var hægt að koma með eitt einasta góðverk sem hann hafði unnið, til þess að leggja í liina skálina. Þá tók engill- inn sveitadúk Iiins framliðna, sem var margvættur í heitum iðrunar- tárum, og lagði hann í tómu skál- ina. Og nú brá svo undarlega við, að skálin fór að falla lengra og lengra niður, en hinir illu andar hörfuðu há og nístu tönnum af bræði. En í sama bili vaknaði lækn- irinn og sá fyrstu geisla morgunsól- arinnar skína á ásjónu hins látna manns, sem ljómaði af heilögum Iriði. Þannig er sagan af ræningjanum, sem iðraðist við ylinn frá kærleiks- ríkum bænum og hlýjurn hugsun- um. (Lauslega )>ý11 úr bókinni Selvopdragelse). H. ]. M. ORÐAÞRAUT. áma. dik. ala. auð. lin. Framan við hvert þessara orða á að setja einn staf, svo að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð. Það er nafn á fugli. FUGLANÖFN. N-----u------1-. L----i-: i. K-----k —. H-----f —. D------. F-----k — i. S---i------. Ö--. K---------ó-------. R-------a. S-----k-----. L-----. T------d- ---. H----r —. Stgr. Reynir Valdimarsson (12 ára), Blönduósi.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.