Vorið - 01.12.1945, Page 26
120
VORIÐ
Leikflokkur ur barnascuKunru „b.ærleiksoancnd" í Hafnarfirði.
honum styrk til að komast heim.
l>au krupu lengi þarna og báðu, en
er þau stóðu upp voru þau mun
vonbetri.
Kári gekk út í dyrnar, en myrkið
og hríðin voru svo svcirt, að ekkert
sást. Snöggvast datt honum í hug að
fara og reyna að finna föður sinn,
en hætti strax við það, er hann sá,
hve tilgangslaust það væri í þessu
veðri, auk þess var nóg fyrir móður
hans að vita mann sinn úti í þessu
veðri, þó að hún vissi ekki son sinn
það líka. Ekkert dugði nema biðja
til guðs.
Árni lá um stund magnþrota í
skaflinum. Allt í kring var myrkur.
Vonleysið læsti sig um hann og
hann bað guð að varðveita konu
sína og börn. F.n allt í einu fannst
honum færast um sig kraftur og
hann stóð á fætur. Það var eins og
honum væri ýtt á fætur og af stað á
móti veðrinu. Snöggvast rofaði til
og hann sá ljós. Mann vissi, að þetta
hlaut að vera ljósið heima hjá
honum.
Þegar hann kom heim á hlaðið,
sá hann, að hann var kominn heirn
til sín. Hann hraðaði sér inn og
faðmaði að sér konu sína og son og
þá skyldu þau öll, að það höfðu
verið bænirnar þeirra, sem leiddu
hann heim.
Morguninn eftir tók hann upp
gjafirnar til barnanna, og þá iðrað-
ist hann þess ekki að hafa ekki skil-
ið pokann eftir á leiðinni.