Vorið - 01.12.1945, Síða 33
V O R I Ð
127
Dægradvöl
PÍPULEIKUR.
Einhver, senn ekki kann þennan leik,
er fenginn til að leita að hljóðpípunni.
Hann er látinn bæna sig é meðan pípan
en falin, síðan mynda menn hring utan
urn hann og blésa við og við í hljóðpip-
una. Hann rennur ó hljóðið og hyggst nú
ná pipunni af þeim, sem honum heyrðist
ólósa síðast. En á meðan hann er að
'eita, er blásið í pípuna aftan við hann.
Hann snýr sér enn við í snatri og fer að
'eita þar, en þá er enn blásið í pípuna að
baki honum og svo koll af kolli. Leynd-
ardómurinn er sá, að pipan hangir i
sPotta á bakinu á honum sjálfum. Venju-
'ega endar leikurinn með því, að maður-
lr>n finnur pípuna, en því lengur sem það
dregst, því meiri skemmtun.
SETJA í HORN.
Það er gamall tveggja manna leikur
°g er í því fólginn, að annar hugsar sér i
•'Verju horni herbergisins ógiftan pilt, en
hinn ógifta stúlku. Þegar báðir hafa rað-
ad piltum og stúlkum í hornin, bera þeir
S1g saman. Kemur þá margt skemmti-
’egt fram.
KAUPENDUR OG ÚTSÖLUMENN,
sem ekki hafa sent greiðslu fyrir árin
Í944 og 1945, eru beðnir að gera það, er
Peir fá þetta hefti.
RÁÐNINGAR
á jnautum í síðasta blaði.
Orðþrautin: Fremstu stafirnir
'esnir lóðrétt niður, Rakki. Blóma-
nöfnin: Sóley, fjóla, burnirót, biðu-
baldursbrá, túnsúra, smári,
*anibagras, blóðberg, blágresi.
Seldingahnappur, tófugras, hrafna-
^bikka, eyrarrós.
NÝJAR BARNABÆKUR
Barnablaðið „Ækan“ gefur út nokkuð
af vönduðum barnabókum á ári hverju.
Á þessu ári hafa komið út eftirtaldar
bækur:
Grant skipstjóri og börn hans eftir
Jules Verne. Hannes J. Magnússon
þýddi. Þetta er ævintýraleg og skemmti-
leg bók með myndum. Segir hún frá æv-
intýrum þeim, sem börn Grants skip-
stjóra rata í, bæði í Ameríku og Ástral-
íu i leitinni að föður sínum.
A ævintýraleiðuni eftir E. Unnerstad.
Guðjón Guðjónsson þýddi. Hér er
skemmtileg og fjölbreytt bók. Það er
gaman að fylgja drengnum Úlla ú ferða-
lögum háns í f jarlægum heimsálfum.
Kalla fer í vist eftir Mollie Faustman.
Guðjón Guðjónsson þýddi. Þetta er bók
handa ungu stúlkunum. Yfir henni er
léttur blær og margt, sem kemur lesand-
anum á óvart.
Sumarleyfi fngibjargar eftir Evu Dam
Thomsen. Marinó L. Stefánsson þýddi.
Sagan segir frá sumarleyfi fátækrar
Kaupmannahafnarstúlku á Borgundar-
hólmi. Þetta er góð bók, innileg og heill-
andi.
Undrafluévélin eftir Kai Berg Madsen.
Eiríkur Sigurðsson þýddi. Þetta er
skemmtileg drengiasaga, sem segir frá
jólaleyfi tveggja danskra drengja uppi í
Svíþjóð, skíðaferðum þeirra og öðrum
ævintýrum.
Hvað er það, sem þú hefur meðferðis,
en sólin getur aldrei skinið á?
Hversu marga nagla þarf í þann hóf,
sem vel er jámaður?