Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 14

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 14
10 VORIÐ 7 skemmtiferð. 4 Á síðastliðnu ári fékk félagið 1000 kr. styrk frá Skógræktarfélagi Austurlands. Er nú hafizt handa um að leggja bílfæran veg að gróður- reitnum og gjöra veglegt hlið á girðinguna. Á hverju sumri hafa félagar farið eina gönguferð upp á fjöll eða til nærliggjandi staða. Skauta- og skíða- ferðir hafa verið farnar á vetrum. Á síðastl. sumri var farin skemmtiferð upp á Fljótsdalshérað. Voru fáir félagar, er höfðu tök á að fara þá ferð, enda er Stöðvarfjörður ekki í vegasambandi við aðrar sveitir. Um bindindismálin er það að segja að við stofnun félagsins gerðust 34 fé- legar, og á þessum 10 árum hefur þeim verið að. smáfjölga, og eru nú 50. 10 félagar hafa gerzt brotleg- ir við lög félagsins og sagt sig úr því af þeim ástæðum. Verður það að meðaltali 1 á ári. Myndirnar, sem fylgja þessari grein, eru frá ferðalögum innan fé- lagsins. Fyrri myndin sýnir félagana á skemmtiferð inni í Stöðvardal. — Síðari myndin sýnir allmarga félaga standa uppi á fjallstindi. Stjórn félagsins skipa: Arnleifur V. Þórðarson, stofnandi félagsins og formaður þess frá byrjun, Björn Stefánsson, kaupfélagsstjóri, hefur alltaf verið í stjórn að undanteknu íTramhald á bls. 35).

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.